15.11.2007 14:05
Nokkur gullkorn af netinu.
415. Stundum rekur eitt og annað á fjörur manns á hinum endalausu ströndum internetsins sem brosa má að, sé þá einhver vilji fyrir slíku á annað borð. Ég sem hef sjaldnast gaman af því sem er skemmtilegt og á það jafnvel til að vera verulega niðurdrepandi á köflum, á engu að síður til að safna því saman sem flokka mætti sem jákvætt og skemmtilegt, ef ske kynni að einhver annar en ég sjálfur gæti hafa gagn eða gaman af. - Hér á eftir fara nokkur sýnishorn.
Bréf frá Ömmu.
Ágætu ættingjar mínir, þar sem nú líður að jólum einn ganginn enn, og þið brugðust svo vel við í fyrra, þá datt mér í hug að gefa ykkur svolítið hint fyrir þessi jólin líka.
Eins og þig vitið þá kemur hann afi ykkar ekkert nálægt því að kaupa inn jólagjafirnar. En samt sem áður er það alltaf hann sem fær bestu og skynsamlegustu gjafirnar. Hlýja sokka, nýja peysu, góða vetrarúlpu og svo framvegis.
Það er bara ég sem fæ stytturnar og myndirnar. Af hverju þetta stafar veit ég ekki. En ætli þetta sé ekki það sem blessaðir femínistarnir eru alltaf að reyna að segja. Ekki veit ég.
En fyrst ég er nú byrjuð á annað borð, þá langar mig að minnast á nokkur atriði með hann afa ykkar.
Úlpan sem þið gáfuð honum í fyrra var heldur stór. Ég skil vel að þið, sem eruð sífellt með börnin fyrir augunum, sem stækka og stækka, haldið að hann afi ykkar verði að fá úlpu svolítið við vöxt, svo hann geti notað hana lengur. Málið er bara að hann afi ykkar rýrnar heldur en hitt. Hann er sumsé hættur að stækka, og farinn að minnka. Þetta mynduð þið örugglega sjá, ef þið kæmuð í heimsókn einhvern tíma.
Þá er betra bara að gefa honum fleiri pör af ullarsokkum, því hann er orðinn svo fótkaldur þetta skar.
Nú eða almennilega kuldaskó eða mannbrodda.
Hann vill nefnilega týna sokkaleistunum af sér. Hvurnig það er hægt er mér hulinn ráðgáta. Hann getur týnt þeim svo gjörsamlega að þeir sjást ekki meir. Ég er reyndar að finna þá á ólíklegustu stöðum.
Fann einu sinni par inn í örbylgjuofninum. Hann sagði mér að hann hefði ætlað að hita þá aðeins. Þeir höfðu þá verið þar í mánuð, vegna þess að við notum örbylgjuofninn svo lítið.
Þetta með íslensku lopapeysuna er auðvitað rosalega sætt, en gætið að, það þarf að handþvo svona peysur, og ekki gerir afi ykkar það. Það er ég sem þarf að þvo flykkið, vinda það og leggja til þerris. Þetta er bara heljar djobb, ef ég á að vera hreinskilin. Þó það sé auðvitað voða sæt gjöf og allt það. Þá megið þið nú aðeins spá í afleiðingarnar.
Ef ykkur skyldi láta ykkur detta í hug að gefa honum nærbrækur, þá dugar ekkert minna en föðurlandið. Ég vil ekki sjá hann þvælast um á stuttbrók með sína kræklóttu köldu fætur um stofuna á kveldin. Fyrir utan að bibbinn vill lafa niður fyrir skálmarnar og vekur von um eitthvað sem ekki er hægt.
Hann vill sum sé helst vera á nærbrókinni. Ég hef því fjarlægt allar stuttar nærbuxur af svæðinu. Hann vill ekki vera í neinum af þessum mörgu frottésloppum sem ég á svo mikið af. Og ekki vill hann vera í náttfötum. En naríurnar þurfa að vera vel þæfðar, svo ég geti sett þær í þurrkarann.
Það getur stundum verið svolítið erfitt með karlinn, því hann heldur að hann sé einhver Don Juan, þó það sé eins langt frá raunveruleikanum og Mata Hari og María Mey.
En sum sé, þessi jólin, verð ég heima, og vonast til að eitthvert ykkar nenni að kíkja við, það er eiginlega betra en einhver jólagjöf eða kort. Sérstaklega í ljósi þess að þið búið flest hér í nágrenninu.
Elskulegu barnabörn sem allt viljið fyrir okkur gera, og eruð svo elskuleg og indæl
ef þið nú í raun og veru viljið kerlingunni vel, þá væri við hæfi að þið bara gæfuð gamla brýninu honum afa ykkar stóran skammt af Viagra. Og ekki segja pabba og mömmu frá þessu.
Orðaskipti sem fram fóru á netinu á milli bandarískrar konu í leit að ríkum eiginmanni og óþekkts bankamanns á Wall Street, sem sagði hana í slæmri samningsstöðu, hafa vakið nokkra athygli í netheimum. Konan er 25 ára og auglýsti fyrir skömmu eftir aðstoð við að finna sér eiginmann sem hefði yfir hálfa milljón dollara í árslaun.
Í auglýsingunni sagðist konan vera "ofboðslega falleg" og "yfirborðskennd." Hún sagðist hafa verið með kaupsýslumönnum sem höfðu 200-250 þúsund dollara í árslaun "en ég virðist ekki geta komist ofar." Á slíkum launum nái enginn langt í New York, sagði konan, og spurði meðal annars: "Hvar er ríku og ókvæntu mennina að finna?"
Bankamaðurinn dularfulli, sem sagðist uppfylla öll skilyrði konunnar, útskýrði fyrir henni að hún væri að bjóða upp á "ferlega vond viðskipti."
"Útliti þínu mun hnigna, en peningarnir mínir halda áfram að ávaxtast um ókomna tíð ... staðreyndin er sú, að allar líkur eru á að ég muni hækka í launum, en það er alveg öruggt að fegurð þín mun ekki aukast!" sagði bankamaðurinn.
"Á máli kaupsýslumanna heitir þetta að verðgildi þitt rýrnar en verðgildi mitt vex. Ég skal útskýra þetta nánar: Þú ert 25 ára núna og verður líklega sæmilega heit næstu fimm árin, en þó minna ár frá ári. Svo ferðu virkilega að dofna. Þegar þú verður 35 ára er öllu lokið."
"Það eru ekki góð kaup í þér (þú ert í rauninni að bjóða þig til kaups), þannig að ég myndi frekar kjósa kaupleigu."
Konan hefur nú tekið auglýsinguna af vefnum - ásamt svarinu - en orðaskiptin hafa gengið manna á millum í tölvupósti og birst á bloggsíðum. Talsmaður vefjarins sem auglýsingin birtist á tjáði The New York Times að svo virtist sem konan hafi birt auglýsinguna af heilum hug.
Fengið að "láni" af síðunni hennar Evu Karlottu, hvaðan svo sem það hefur komið til hennar. Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu.
Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.
Elsku mamma. Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrið, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að
Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í eimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
Þín dóttir Guðrún.
PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég elska þig.
Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim.
Hér eru nokkur gullkorn íþróttafréttamanna fengin að láni frá einhverjum bloggara:
Leiknum verður sjónvarpað í sjónvarpinu.
Einum leik er ekki alveg ólokið.
Hann sprettur úr skónum.
Skotið ríður af stað.
Hann varð að fara af leikvelli í leikhléinu.
Við erum stödd á leik FH og Hauka í Hafnarfirði og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann.
Nú hafa Lakers loksins fengið nýjan nýliða.
.... og áhorfendur rísa hér úr fætum.
.... og áhorfendur baula á leikinn.
Allir leikmenn liðsins eru á annan meter.
KR-ingar eiga hornspyrnu á mjög hættulegum stað.
Hann missti boltann jafnóðum strax.
Þeir skora bara í byrjun á fyrstu upphafsmínútu þessa leiks.
Fyrrverandi sonur þjálfarans er á leið í annað félag.
Hann skrúfaði boltann bak við hægra eyrað á markmanninum.
Þeir eru með bandarískan Ameríkana.
Það er hellingur fullt af fólki.
Weah skallaði hann með höfðinu.
Og eitt sem tengist ekki íþróttum.
Kanar kunna ekki að labba lengur. Þess vegna eru amerískir göngustígar með hjólförum