20.12.2007 12:06

Myndir frá Siglufirði.

429. Eins og áður hefur lítillega komið fram, hef ég stundum verið á röltinu bæði nærri og fjarri mannabyggðum með myndavél upp á vasann. Þá hefur það komið fyrir á slíkum ferðum að smellt hefur verið af ef ástæða hefur þótt til og stundum aðgerðin jafnvel heppnast þokkalega. Það var svo fyrir nokkru að ég var spurður að því hvort ég ætti ekki einhverja góða mynd af Siglufirði, í þokkalegri stærð fyrir meðalstórann stofuvegg. Mér hafði eiginlega ekki dottið það í hug, en ég hafði samt í framhaldi af þessu samband við Gunna Binnu í Merkismönnum. Hann tók fúslega að sér að sjá um vinnslu og prentun myndanna í hæfilegri yfirstærð, en einn af hans betri mönnum Eiríkur Björnsson (sonur Bjössa Birgis og Álfhildar Þormóðs) vann verkið. Afurðin er aðallega ætluð til eigin nota því nóg er enn af ónotuðu veggplássi á Aðalgötu 28, en af hagkvæmnisástæðum ef svo mætti orða það, voru framleidd nokkur aukaeintök.

Á Siglufirði eru myndirnar til sýnis og sölu í bakaríinu hjá Kobba, en ef einhver hér syðra hefur áhuga (þetta er auðvitað tilvalin jólagjöf til Siglfirðinga) er viðkomandi velkomið að hafa samband við mig í síma 863-9776.



Hjá (bakara)meistara Jakob.











Myndirnar hér að ofan eru í ramma sem er 100x70 cm., og tilbúnar beint á vegginn ef hann er með lítt eða ónotuðum nagla á heppilegum stað.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni