23.12.2007 01:57

Jólahúsið



431. Í gærkvöldi gerði ég það sem ég er búinn að ætla að gera lengi. Ég opnaði fyrir "MYNDBÖND" í valmyndinni hér fyrir ofan og setti inn það sem mér finnst vera eins konar yfirjólaseríutónlistarmyndband allra tíma. Alla vega eftir að lífið á jörðinni varð almennt talið af vitsmunalegum toga og jólin höfðu verið fundin upp. Ég er búinn að horfa á það aftur og aftur og botna samt ekki alveg í því að nokkrum manni hafi dottið í hug að framkvæma það sem á því sést. Eftir að tímar tölvugerðra mynda og ímyndaðs gerviveruleika hófu innreið sína í veröld nútímamannsins, nær svona lagað oftast nær ekki að ýta eins mikið við manni og það gerði hér áður fyrr. En þegar við setjum hönd undir kinn og áttum okkur eftir nokkrar yfirferðir (vonandi) á að þarna er allt alvöru og ekkert plat er í það minnsta mér orða vant.

Smellið á Myndbönd eða slóðina http://www.123.is/leor/videos/file.wmv og spilið eina myndbandið sem sett hefur verið inn. Ekki sakar að hækka svolítið í hátölurunum. Þannig er hægt að láta jólin hreinlega hellast yfir sig...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni