11.01.2008 18:01

Ritstífla og endurhleðsla.



438. Einu sinni þegar ég var í Gagganum á Sigló
áttum við nemendurnir að skrifa ritgerð um eitthvað tiltekið efni eins og gengur. Yfirleitt hafði ég ekki sérlega mikið fyrir slíku og fannst mjög gaman að geta nýtt mér þann lausa taum og það frelsi sem fylgir því að skrifa ritgerð. En Þar kom að það nákvæmlega sama gerðist og er að hrjá mig núna. Hugurinn er tómur, ímyndunaraflið vill ekki láta virkja sig og ég sit með hönd undir kinn og stari á skjáinn rétt eins og forðum þegar ég horfði ofan á autt blaðið. Ekkert kemur innan frá, sama hvað ég rembist við að hugsa. Og ég sem síðast í morgun vissi alveg nákvæmlega hvað...

En þá er um fátt annað að ræða taka sér pásu fram yfir helgi, því ég ætla að skjótast heim á Sigló í fáeina daga til endurhleðslu sálarrafhlaðanna, en þar eru mun betri skilyrði til slikra hluta en hér í Ergelsisborg og nágrannabæjum hennar.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 303
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 20
Samtals flettingar: 717646
Samtals gestir: 66306
Tölur uppfærðar: 30.7.2025 14:41:00
clockhere

Tenglar

Eldra efni