30.01.2008 18:53

Þykkvibær.



442. Ég átti leið austur í Þykkvabæ í vikunni. Áður en ég lagði af stað leit ég aðeins á veðrið í tölvunni og sá að samkvæmt því átti að vera glaða sólskin á suðurlandinu um hádegisbilið þann daginn. Ég hafði reyndar heyrt því fleygt deginum áður að þetta yrði besti dagur vikunnar svona veðurfarslega séð, en varla verður sagt að það hafi gengið eftir nema að litlu leyti. Auðvitað var myndavélin með í för og henni var líka beitt eftir því sem aðstæður gáfu tilefni til. Á leiðinni niður af þjóðvegi eitt til Þykkvabæjar sá ég svolítið skrýtin ský í austrinu og sólargeislana vera að reyna að brjótast í gegn um þau. Úr þessu varð skemmtilegt sjónarspil og svolítill leikur ljóss, skugga og skýja. Ég snaraðist því út úr bílnum, reyndi að finna heppilega stillingu á myndavélinni og byrjaði að skjóta.



Með hjálp aðdráttarlinsunnar færði ég mig nær, eða öllu heldur dró myndefnið nær mér.



Og ennþá nær.



Ég staldraði við til að taka mynd af kirkjunni, en eins og sjá má eru fjölmargir hvítir deplar inni á myndinni. Það eru snjókorn sem mér fannst vera risastór miðað við það sem ég á að venjast. Það gerði nefnilega allt í einu mjög skyndilega gríðarlega mikla ofankomu sem hætti líka jafn skjótt og hún byrjaði. 



Neðri myndin af kirkjunni er tekin nákvæmlega einni mínútu á eftir þeirri efri. - Allt búið.



"Það er svalt að vera hestur." - Allavega í kuldakastinu sem gengið hefur yfir síðustu daga.



Á leiðinni til baka veitti ég athygli þessum undarlegu mannvirkjum. Ég velti fyrir mér hvaða tilgangi þau þjónuðu en hef ekki enn komist að neinni niðurstöðu.



"Áður fyrr var Þykkvibær umflotinn vatni á alla vegu og kýr bændanna varð að reka á sund til að koma þeim á haga. Fólk varð að vaða upp í mitti eða dýpra til að komst á milli bæja og erfitt var að fást við heyskap. Auk þess brutu vötnin landið, en árið 1923 var öflug fyrirhleðsla byggð þvert yfir Djúpós og er nú akvegur eftir stíflugarðinum. Minnismerki var reist um þennan merka atburð í sögu þorpsins sem í raun breytti þar öllu mannlífi og búskap."
(Gúgglað af http://www.allseasonhotels.is/)



Hér stendur ritað...
"Verkið var unnið að frumkvæði heimamanna og var einn mesta þrekvirki sem þá var unnið á Íslandi. Stíflan var 340 m. löng og 15 m. breið. Um 4000 dagsverk þurfti til að ljúka verkinu. Verkið hófst 26. maí og straumurinn stöðvaður 4. júlí."



En hvaða klettar eru þarna niður við ströndina?
Rétt svar er Vestmannaeyjar í slæmu skyggni en með hjálp góðrar aðrdráttarlinsu.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496742
Samtals gestir: 54807
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 05:10:45
clockhere

Tenglar

Eldra efni