23.02.2008 23:34

Laugardagslögin.



448. Áður en Laugardagslögin hófust þetta laugardagskvöldið var hringt í mig frá veitingastað á Reykjavíkursvæðinu og spurt hvort ég gæti bjargað kvöldinu hjá þeim þar sem spilari kvöldsins hefði forfallast skyndilega. Eftir nokkra umhugsun svaraði ég því til að það væri mér með öllu ómögulegt án þess að tilgreina einhverja sérstaka ástæðu þó svo að ég hafi í sjálfu sér ekki haft neitt annað betra að gera þegar lengra væri liðið á kvöldið. Ástæðan var í rauninni sú að margir tónlistarmenn sem hafa ráðið sig til starfa á þessum stað, hafa ýmist seint og illa eða jafnvel alls ekki fengið greitt fyrir vinnu sína. Svoleiðis lagað gengur auðvitað ekki og stéttarvitundin sem gerði vart við sig og lagði drög að hinu eina rétta svari. Sjaldan hef ég flotinu neitað en þar kom að því.
En eftir að samtalinu við talsmann veitingastaðarins lauk hófst skemmtilegri tími kvöldsins. Lögin í undanúrslitunum voru í raun hvert öðru betra ef svo mætti segja þó svo þau ættu kannski misjafnlega mikið erindi til útlandsins.

  1. Dance with the Devil - Davíð.
  2. Gef mér von - Páll Rósinkrans.
  3. This is my life - Friðrik Ómar og Regína Ósk.
  4. Don't wake me up - Ragnheiður Gröndal.
  5. Ho, ho, ho, say hei, hei, hei - Merzedes Club.
  6. Hvað varð það sem þú sást í honum - Baggalútur.
  7. Núna veit ég - Birgitta Haukdal og Magni.
  8. Hvar ertu nú - Dr. Spock.

En ef satt skal segja þá finnst mér að skipta megi þessum lögum í tvo flokka, þ.e. þeim sem ástæða er að reyna að gera að útflutningsvöru og hinum sem best sé að halda eftir á klakanum okkur til skemmtunar, ánægju og yndisauka. Lög geta nefnilega alveg verið frábær þó þau henti ekki til keppni í Serbíu.
Það er greinilega ennþá gríðarlegur áhugi á Júróinu sem sést m.a. á að það voru greidd yfir 100.000 atkvæði samanlagt þannig að síminn hefur fitnað svolítið við uppákomuna.
En eins oft áður komu úrslitin í það minnsta mér svolítið á óvart því ég átti ekki von á öðru en að massaða lagið hans Barða Ho, ho, ho..., væri nánast öruggt með fyrsta sætið. En það er svo sem ekki í fyrsta skipti spádómsgáfan er ekki með öllu óskeikul. Ég man enn mjög vel hvað ég varð hissa og eiginlega svolítið sjokkeraður á yfirburðasigri Silvíu á sínum tíma þegar vanhugsandi landinn greiddi henni atkvæði sín í gámavís.
En Friðrik og Regína eru góðir fulltrúar lands og þjóðar og lagið hans Örlygs Smára fyrrverandi fasteignasala hljómar eins og uppskrift að góðu gengi. Örlygur Smári hefur greinilega vaxið og dafnað sem tónlistarmaður síðan Ágúst og Telma fóru til Stokkhólms með lag hans Tell me árið 2000 þegar Olsen bræðurnir hinir dönsku komu mörgum spámanninum á óvart. Og svo get ég bætt því við að það var einmitt Örlygur smári sem seldi mér fyrstu íbúðina sem ég keypti eftir að ég flutti suður yfir heiðar.

Og í tilefni konudagsins nokkuð sem ég fékk í pósti frá ágætum sveitunga mínum...
Hvernig gera á makann hamingjusaman?
Til að gera konuna hamingjusama, þarf bara að vera:
1.
vinur
2. félagi
3. ástmaður
4. bróðir
5. faðir
6. húsbóndi
7. yfirmaður
8. rafvirki
9. trésmiður
10. pípari
11. handlaginn
12. skreytimeistari
13. stílisti
14. sérfræðingur í kynlífi
15. mannþekkjari
16. sálfræðingur
17. hagfræðingur
18. reiknimeistari
19. góður huggari
20. góður hlustandi
21. skipuleggjari
22. góður faðir
23. snyrtilegur
24. samúðarfullur
25. sportlegur
26. hlýr
27. skemmtilegur
28. aðlaðandi
29. snillingur
30. f yndinn
31. hugmyndaríkur
32. mjúkur
33. sterkur
34. skilningsgóður
35. þokkafullur
36. prúður
37. metnaðarfullur
38. hæfileikaríkur
39. þolgóður
40. skynsamur
41. trúr
42. ábyggilegur
43. ástríðufullur..og gleymir aldrei að:
44. gefa henni gjafir reglulega
45. fara með henni að versla
46. vera heiðarlegur
47. vera örlátur
48. að stressa hana ekki
49. horfa ekki á aðrar konur og um leið þá verðurðu líka að:
50. veita henni mikla athygli, og hugsa ekki mikið um sjálfan þig
51. gefa henni allan tíma sem hún þarf
52. gefa henni mikið frelsi, ekki hafa áhyggjur af því hvert hún fer

Það er líka mjög áríðandi að gleyma aldrei:
1. afmælisdögum
2. brúðkaupsdögum
3. plönum sem hún hefur ákveðið

Til að gera karlmanninn hamingjusaman þarf að:
1.
Gefa honum að borða
2. Sjá til að hann fái það reglulega
3. og þegja svo....

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni