25.02.2008 20:03

Enn og aftur á myndaveiðum.

450. Þegar litið er einhverja daga eða vikur til baka, koma stundum í ljós eitt og eitt myndaskot sem þó ég segi sjálfur frá virðast hafa heppnast bærilega. En ég held því fram að galdurinn á bak við myndur sem virðast takast betur en aðrar, sé miklum mun einfaldari en flesta grunar. Mín kenning er nefnilega sú að eftir því sem teknar eru fleiri myndir, aukast líkurnar á því að eitthvað af þeim geti staðið undir þeim væntingum að geta glatt eins og eitt og eitt auga í réttu hlutfalli við magnið.



Káta er heimilisvinur, kemur oft í heimsókn, gistir stundum en hún er hreinræktaður Íslenskur...



Keilir í kvöldsólinni bak við hafið bláa hafið.



Elliðaárstífla hin neðri í bullandi úðarigningu og því nóg af vatni.



Bessastaðir.



Horft til Norðurbakkans í Hafnarfirðinum ofan af Hamrinum.



Ljósbrot í klökuðum greinum trjánna í bakgarði við Hallveigarstíg.



Seljalandsfoss í vetrarbúningi í jan sl..

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni