15.03.2008 05:37

Reiðhestamannarassakeppni.

457. Sðast liðið fimmtudagskvöld þegar sól var gengin til viðar og rökkrið hafði lagst yfir lönd og höf, stefndum við Axel vel græjaðir upp í Borgarfjörð. Það stóð til að gera tilraun sem mér fannst reyndar vera eilítið undarleg og skaraðist á við þær viðteknu hefðir og venjur í skemmtanahaldi sem ég hafði lengst af átt að venjast. En hvað veit ég svo sem um hvernig aðrir hugsa þegar kemur að hinu svæðistengda djammi verðandi bænda og búaliðs sem sækir Landbúnaðarháskólann að Hvanneyri, býr á staðnum og nýtir Kollubar sem eins konar félagsmiðstöð. Fimmtudagsball í eins konar félagsmiðstöð  með bjórdælu, þar sem þema kvöldsins skyldi vera reiðhestamannarassar. Var nokkuð skrýtið að það gætti ofurlítillar vantrúar.
"Er í alvöru hægt að halda ball á fimmtudagskvöldi" spurði ég Betu hugmyndasmið að reiðhestamannarassakeppninni.
"Jú, jú" svaraði hún án þess að blikna.
"Það er langbest á fimmtudögum því á morgun fara allir til síns heima og koma ekki aftur fyrr en seint á sunnudegi."
Þetta voru vissulega rök, en samt...

Húsið opnaði klukkan níu en klukkan hálf ellefu voru þrír mættir og ég var í þann vegin að glata trúnni á gjörninginn. Keppnin sjálf átti nefnilega að fara að hefjast en það bólaði ekki einu sinni á keppendunum, hvað þá klappliðinu og öðrum gestum.
"Við verðum bara að fara að hringja og reka fólkið úr partýunum" var sagt og svo var sest við símann og hringt á nokkra staði.
"Þið verðir að fara að drífa ykkur, þetta er að byrja" var innihald samtalanna í hnotskurn.
Það fór að fjölga hratt í salnum og eftir skamma stund má orða það svo að hann hafi verið fullsetinn, en samt hélt áfram að fjölga. Við töldum í fyrsta lagið og spiluðum stanslaust í um klukkutíma eða svo. Þá var gert hlé og keppnin kynnt til sögunnar, en ég seildist þá ofan í vasann og dró upp myndavélina sem er orðin eins og eitt af líffærunum, en maður skilur þau nú ógjarnan við sig og alls ekki ótilneyddur.
Ég hóf síðan þá gerðina af "skotgrafarhernaði" sem einkenndist að mestu af lágværum smellum og blossum sem lýstu upp salinn og reyndi að festa eitthvað af þeim skemmtilegu augnablikum sem aldrei verða endurtekin í stafrænt form. En þau voru bara svo mörg þetta kvöldið og það var svo margt gerðist á ótrúlega stuttum tíma að það reyndist ekki gerlegt nema að litlu leyti. Öll flikkflakkin, óborganlegu gólfæfingarnar og uppádómaraborðsferðirnar gerðust svo snöggt og fyrirvaralaust að engin leið var að festa þær í flögu. Þá var vélinni stundum beint að einhverju og einhverjum sem var í raun utan þess upplýsta radíuss sem afmarkast af drægi blossans og eru því nokkrar myndir hér að neðan eiginlega ónothæfar svona strangt til tekið þess vegna. Samt læt ég þær fljóta með og skítt með það þó slæm listræn krídik hljótist af.



Hann minnir lítillega á Michael Jackson eða hvað???




Fyrsti keppandinnm hefur "framsögu" sína.



Og hin sjálfskipaða dómnefnd fylgdist vel með.



Og fleiri keppendur hristu rassa sína og skóku.



"Og hvað viltu svo segja að lokum?"



Það hófust auðvitað umræður um reiðmannarassana.



Og salurinn var eiginlega undirlagður í heimspeklilegum umræðum um málefni líðandi stundar.



Meira, meira. Það ríkti auðvitað endalaus eftirvænting eftir næsta atriði eins og glöggt má sjá í hverju auga...



...Sem ekki lét á sér standa.



Hér vill einn dómaranna (nefnum engin nöfn) greinilega þreifa og þukla á reiðmannarassi eins keppandans.
Er þetta alveg ekta???



Salurinn hélt niðri í sér andanum og fylgdist vel með meðan þreifingarnar áttu sér stað.



"Næsti takk" sagði dómarinn að loknum athugunum á botni keppandans á undan. En sá næsti var svolítið óframfærinn eftir að hafa horft upp á aðfarir þess sem hafði völdin...



En fólkið fagnaði, enda var það ekki að velta sér upp úr einhverjum smáatriðum



"On we go..." Kannski svolítið kántrýlegur, en vissulega staður og stund til þess.



Gaman, gaman í salnum.



Gaman, gaman á barnum.



Klapp, klapp, klapp...



Einn keppandinn (eins og flestir hinna) klifrar upp á dómaraborðið til að "þær" geti grandskoðað matshlutann sem allt snýst um í kvöld.



Og svo.



þarf að sýna...



Og dilla bossa bæði fyrir dómarana, kjósendur...



...og jafnvel ljósmyndarann.



Næsti gerir sig kláran.



Rétt er að látta þess getið að flestir fækkuðu fötum að  einhverju marki.



Neðri fækkunarmörk var þó svokallaðuir beltisstaður.



Og drengjunum var óspart klappað lof í lófa.



Týpísk ftráhnepping skyrtu í byrjunaratriði.



Týpískt klapp aðdáenda.



Og týpísk framhaldsaðgerð samkvæmt hinni heimatilbúnu formúlu.



Sumir eiga svo meira erindi en aðrir upp á hljómsveitarpallinn var mér tjáð.



En aðrir eiga frekar heima á dansgólfinu.



Uss... Átti annars nokkur að sjá þetta?



En sumir gerðu það og leiddist það ekki...



Svo var farið að dansa.



Og skömmu síðar var komið að  verðlaunaafhendingunni.



Keppendum var svikalaust fagnað.



Og það var fylgst vel með
.


Eins og hér sést.



Og líka hér.



Og úrslitin eru kynnt.



Hér er svo handhafi nafnbótarinnar Reiðhestamannarassakeppnissvinningshafi árið 2008 með einn aðdáanda sinn í fanginu.
Svo var haldið áfram að dansa og gömlu mennirnir sem léku fyrir dansi fóru kannski aðeins fram úr sér í rokkinu og hækkuðu nokkrum sinnum smávegis og hækkuðus svo smá aftur, - og aftur. Á endanum gat hljóðkerfið ekki meira, það steinþagnaði og þurfti að restarta því til að geta haldið áfram.



En allt tekur enda...

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496670
Samtals gestir: 54802
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:28:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni