03.04.2008 09:29

Áfangaskipt vandræðaástand.

462. Mér hafa verið flestar bloggbjargir bannaðar síðustu daga. Lokað hefur verið inn á stjórnsvæði 123.is svæðið vegna uppfærslu kerfisins, eða alla vega hef ég ekki komist þangað. Ýmist hefur meldingin "SERVER ERROR" poppað upp á skjáinn með stórum rauðum stöfum sem stinga í augu, eða síðan komið upp seint og um síðir og þá er útlit hennar oftar en ekki mjög framandi. Mikið stafa, lita og myndarugl og fátt er á sínum rétta stað. Mig var sterklega farið að gruna að einhver maðkur hafi komist í mysuna, eða þá að ormur tekið sér bólfestu og gert sér hreiður á harða disknum. Svo gufaði líka "kommentið" hans Gumðmundar Óla á jeppafærslunni alveg upp og ekkert til þess spurst síðan. Ég hef skoðað mig um í bloggheimum og sá að sumar síðurnar hjá 123.is virðast vera í góðu lagi en aðrar ekki. Og nú þegar Þetta fúla ástand hafði varað í allt of marga daga að mínu mati, fór ég inn á 123.is og prófaði að stofna nýja síðu en þá birtust mér skilaboðin "Óvirkt um tímasakir." Ég las orðin þrjú aftur en nú mun hægar en áður og ég hrukkaði ennið og velti fyrir mér merkingu þeirra. Niðurstaðan var sú að líklega hafa forsvarsmenn 123.is bunað þessu út úr sér í stresskasti, ætlað að rita "Óvirkt um stundarsakir", en eiginlega vafist tunga um höfuð eins og maður nokkur sagði eitt sinn. Og ég sem er nýlega kominn út páskaferð til Sigló með fullt af myndum og er alveg heilmikið niðri fyrir.

- - -

En loksins, loksins er þessi færsla orðin sýnileg, það er farið að rofa til og vonandi fer þessu vandræðaástandi senn að linna. En það er samt greinilega ekki alveg yfirstaðið því mér hefur enn ekki  tekist að setja inn myndir. Nú er því fátt annað hægt að gera en að bíða og vonast eftir að sá þátturinn leysist líka, því a.m.k. í mínu tilfelli er er vægi hans hreint ekki svo lítið.

En í stað þess að gerast daufgerður vegna ástandsins og sökkva sér niður í depurð lita og myndalausrar bloggtilveru, kíki ég gjarnan á slóðina hér að neðan og hækka í leiðinni svolítið í hátölurunum. Það bætir sálarlífið, gerir daginn yfirstíganlegrii, hefur jákvæð áhrif á bjartsýnisstuðulinn, vandamál eiga það hreinlega til að hverfa og ég mæli þess vegna með því að aðrir gjöri slíkt hið sama.
Smelltu á
http://www.hugi.is/hahradi/bigboxes.php?box_id=51208&f_id=1323


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495860
Samtals gestir: 54724
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:04:08
clockhere

Tenglar

Eldra efni