30.04.2008 20:48

Stöðumælasekt.



470. Ég varð fyrir svolítið undarlegri reynslu
í gær þegar nokkuð sem mig óraði ekki fyrir að gæti gerst, gerðist engu að síður. Aðdragandi málsins var sá að ég þurfti að bregða mér um stund inn í hús í miðborg Reykjavíkur þar sem gjaldskylda er. En þar sem ég er (alla vega núorðið) með eindæmum löghlýðinn borgari setti ég pening í mælinn, prentaði út miða sem ég setti ofan á mælaborðið fyrir innan framrúðuna. Allt eins og vera ber og samkvæmt skýrum og skorinorðum leiðbeiningum á sjálfum miðanum. En þegar ég kom út aftur varð ég ekki lítið hissa því það var kominn sektarmiði undir annað þurrkublaðið. Ég horfði forviða á þessa undarlegu og auðvitað óvelkomnu, ósanngjörnu og óæskilegu sendingu, síðan á litla miðann fyrir innan glerið sem var enn á sínum stað og ég trúi því tæpast að hann hafi þurft að bregða sér neitt frá um stund eins og ég.



Eins og sjá má er sektarmiðinn skrifaður kl. 13.47, en tími minn rann út kl. 14.12 skv. kvittuninni. Kannski gleymdi Stöðuvörðurinn þykku kókflöskubotnagleraugunum sínum heima, hann hefur e.t.v. verið óvenju syfjaður þennan dag vegna heimaleikfiminnar nóttina áður sem hafði verið að mestu gleymt fyrirbæri um nokkurra missera skeið, kannski var hann að hugsa um risastóra brúnkökusneið með miklu súkkulaði, óhóflega miklum þeyttum rjóma og rjúkandi kakói, eða konuna sína til síðustu 27 ára sem hafði sagt eins og upp úr þurru yfir kókópöffsinu um morguninn að hún ætlaði að gista í fyrsta skipti hjá æskuvinkonu sinni um helgina...!!!
Hvað veit ég um hver ástaðan hefur verið.

En hvað sem frekari pælingum líður þá tel ég mig hafa ástæðu til að hafa samband við höfuðstöðvar Bílastæðasjóðs við fyrstu hentugleika.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495825
Samtals gestir: 54720
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:42:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni