03.06.2008 09:11

Fyll´ann takk...



478. Ég gær fyllti ég stærri bílinn minn af bensíni, en hann er svo sem hvorki sérlega stór né sérlega lítill. Hann er sjö manna Caravan með aðeins 2.4 lítra vél. Telst það ekki bara svona "melló" eða tæplega það hjá hinni firnavel jeppavæddu þjóð vorri? Þegar dælan sló út sá ég að ég hafði sett nýtt persónulegt met í bensíndælingum. Tólfþúsundkall kostaði þessi áfylling sem mun væntanlega duga til Siglufjarðar, inn á Akureyri og þaðan e.t.v. í Varmahlíð eða á Blönduós. Eftir þessa upplifun læddist ég ofurvarlega heim og skipti um bíl.



Ég þurfti að útrétta eitt og annað eins og gengur og þegar ég kom út af einum staðnum sá ég að bíl hafði verið lagt í stæði (reyndar tvö) við hliðina á mér. Ég horfði á litlu bláu Micruna og hugsaði með mér að miðað við bensínverðið í dag sem líklega á eftir að hækka mikið enn, geti ég nokkuð vel við unað að eiga bíl með svo hægsígandi nál í bensímælinum sem raunin er á. En í dag er 11.júní og á eftir legg ég af stað til Sigló og stoppa svo næstum því aldrei þessu vant á Akureyri í bakaleiðinni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni