22.06.2008 12:39
Horft út um austurgluggann.
480. Hversu rauður getur himininn orðið? Aðfararnótt mánudags þegar klukkan var hálfþrjú var mér bent á að nú væri jafnvel meira en full ástæða til að kíkja út um austurgluggana. Ég gerði það auðvitað en tók í beinu framhaldi af alveg örstuttri skoðun undir mig stökk fram á gang og síðan út í bíl, en að sjálfsögðu með myndavélina upp á vasann. Ekki er hægt að orða það öðruvísi en að himinninn upp af Esjunni hafi beinlínis staðið í logandi báli. Ég flýtti mér upp í Ásland sem er örstuttur spölur, en stendur nokkru hærra en Öldugötuendinn. En þegar þangað var komið hafði rauði liturinn á himninum minnkað lítillega, svo rétt er hægt að ímynda sér hvernig verið hefur þegar best lét. Í sjálfu sér eru frekari orð með öllu óþörf svo ég hef þau ekki fleiri í þessum pistli...






















Skrifað af LRÓ.