10.07.2008 13:06

Gulli tvítugur.



482. Þau tímamót urðu á dögunum að Gunnlaugur Óli Leósson (skammstafað GÓL) varð tvítugur. Nánar tiltekið átti þessi merki atburður sér stað þann 8. júlí kl. 09.45. En vegna mikillar fjarveru minnar undanfarið og einnig hversu netið hefur verið hægfara og illviðráðanlegt hér á bæ síðustu daga, komst þessi áríðandi tilkynning ekki út á alheimsvefinn á réttum tíma.



Á sínum yngri árum átti hann það til að fikta í dóti föðurs síns.



Og máta gleraugu móður sinnar.

En langt er um liðið hann var lítill og nú er hann orðinn stór strákur og meira að segja trúlofaður. Það hefur því í kjölfarið fjölgað um einn (eina) á heimilinu og er það vel. Til hamingju með áfangann hr. G.Ó.L.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496670
Samtals gestir: 54802
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:28:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni