11.10.2008 01:11
Gordon Brown.
505. Þetta er Gordon Brown. Hann er forsætisráðherra Breta um þessar mundir hvernig í ósköpunum sem stendur á því. En það er nú svo margt sem maður fær ekki með góðu móti skilið.
Ég er á því að hann hafi afrekað fátt af viti, en gert talsvert af heimskulegum hlutum. Nú síðast með því að gera fjölda landa sinna atvinnulausa og valda sínum eigin seðlabanka stórtjóni þegar hann talaði á fáeinum mínútum Singer & Friedlander bankann í þrot. Samt ætlast hann til að hinn venjulegi (sennilega þó óupplýsti hlutinn) Breti kjósi sig í næstu kosningum. Landar hans eru nú svo sem ekki allir kátir með "þann brúna" og gengið svo langt að sæma hann titlinum "versti forsætisráðherra sem Bretland hefur eignast."
Hann gefur í skyn að við Frónbúar séum gjaldþrota hryðjuverkamenn sem ber að refsa harðlega.
Ætili hann skilji Engilsaxneska séntimennsku á þann veg að það eigi að sparka í liggjandi?