20.10.2008 22:06
Gamlar myndir frá Sigló
507. Ég var að vafra um víðáttur alnetsins rétt einu sinni, og að þessu sinni í leit að skemmtilegum ljósmyndum eða ljósmyndasíðum. Ástæða þess kann e.t.v. að vera sú að ég hef sjálfur ekki komist mikið á myndaveiðar undanfarið vegna anna. Eftir nokkurt flakk rakst ég á http://www.snorrason.is/main.php sem ég hef ekki séð áður. Óhætt er að segja að þar meigi berja augum margan merkan myndflötinn og þarna fór vissulega saman það sem gerist ekki oft, þ.e. bæði magn og gæði. Ég veit svo sem að ég á ekkert með að endurbirta þessi Siglfirsku sýnishorn hérna hjá mér, en vona samt að ég komist upp með "glæpinn." Sá sem að baki stendur heitir Haukur Snorrason (þó ekki frá Hólakoti) og greinilegt er að hann kann sitt fag. Hvet ég alla unnendur ljósmynda í hæsta gæðaflokki að kíkja á síðuna hans
Skrifað af LRÓ.