05.01.2009 09:11

Nokkrar áramótamyndir

526. Núna í kring um áramótin fór ég út á röltið annað slagið til að viðra sjálfan mig og fá seigfljótandi æðavökvann til að renna örlítið betur. Og eins og gengur er myndavélin höfð upp á vasann eins og venjulega til að grípa í ef ástæða þykir til. Reyndar var myndavélaþrífætinum svo bætt við í hinn hefðbundna "nestispakka" eftir að myrkva tók.



Svona lítur jólatréð á Hamrinum út að deginum til.



Gamli Lækjarskólinn sem nú heitir Menntasetrið við lækinn eftir að sá nýji var byggður og hin hefðbundna starfsemi hafði flust þangað



En gamlar gluggaskreytingar frá þeim tíma að þarna var mun meira um að vera að vetrinum eru varðveittar og settar upp í jólamánuðinum ár hvert.



En svona lítur jólatréð út eftir að kvöldsett er og hér er einginlega horft frá hinum gamla Suðurbæ Hafnarfjarðar sem nú er orðinn mjög miðsvæðis, til þess nýja sem bæst hefur við hin síðari ár.



Og hér ber tréð góða við höfnina.



Á meðan ég stóð þarna (30.des.) var einni ragettu skotið upp rétt eins og í æfingaskyni.



En um miðnættið á gamlárskvöld tók ég mér stöðu í Áslandinu ekki svo ýkja langt frá nyrstu hesthúsunum.



Staðsetningin reyndist mér ekki vel, m.a. vegna þess að þarna blés nokkuð hressilega þó svo að nánast væri logn neðar í bænum.



Það virtist vera ómögulegt að ná almennilegum myndum hvernig sem ég snéri vélinni og notaði linsuna.



Það var alveg greinilega mun minna skotið upp en á undanförnum árum, en eftir nokkra viðdvöl var mér orðið skítkalt og ég fór heim.



Ég sá sólina ganga undir með mikilli litadýrð og "kvöldroða" sem þó bar því sem næst upp á seinna kaffi. Klukkan að ganga 17 var svo orðið næstum því aldimmt. Það er ekki ofsagt að dagurinn sé stuttur um þessar mundir.



Í Köldukinninni mátti sjá þennan jólalega fána við hún.



Ég heyrði hvin í lofti og leit upp. Þar sá ég að fór þessi tvíþekja mikinn og steypti sér niður með miklum drunum og svartur reykur sem hún sleppti frá sér markaði för hennar. Ég fálmaði eftir myndavélinni en gekk illa að ná henni í "sigtið." Það varð ekki nema þessi eina mynd sem eitthvert pínulítið vit varð í, en þarna er hún á hraðri leið lóðrétt niður.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni