13.01.2009 00:07
Felumynd
529. Þessi skemmtilega felumynd barst mér núna um helgina og ég er búinn að rýna talsvert í hana, en án þess þó að hafa erindi sem erfiði. En við skulum láta það liggja á milli hluta hvort ég er í sjálfu sér að óska eftir aðstoð við að ná þeim árangri sem ég gjarnan vildi, eða bara að hleypa fleirum að skemmtilegheitunum.
Á henni eru 11 andlit.
Flestir eiga ekki mjög erfitt með að finna 4-6 þeirra.
Þeir sem finna 8 verða að teljast þokkalega eftirtektarsamir.
Þeir sem finna 9 eru mjög eftirtektarsamir og óvenju fundvísir.
Þeir sem finna 10 eru greinilega með athyglina í góðu lagi og verða að teljast til afburðamanna á þessu sviði
Þeir sem finna öll 11 eru líklega haldnir einhverri náðargáfu.
Skrifað af LRÓ.