19.01.2009 11:22

Lífsdansinn



532. Ég fékk þessar nótur sendar
í tölvupósti á dögunum ásamt spurningu um hvort ég gæti spilað þetta lag. Ég leit aðeins yfir sendinuna og ætlaði að fara raula mig í gegn um hana, en einhverjir hnökrar fannst mér þá vera á útskriftinni svo ég þagnaði fljótlega. Við nánari athugun sá ég að lagið yrði tæplega leikið á neitt venjulegt hljóðfæri, það yrði að gera með allt öðrum hætti ef vel ætti að vera. Mér datt í hug að þar sem það var ótitlað, gæti það borið nafnið "Lífsdansinn" með miklum sóma. Þó skal þess getið að það á fátt sameiginlegt með samnefndu lagi eftir Geirmund Valtýrsson úr söngvakeppni sjónvarpsins frá 1986. Þetta er einfaldlega hinn eini sanni lífsdans sem byggir á fleygri setningu úr gamalli bók. "Verið frjósöm og uppfyllið jörðina."

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 620
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589593
Samtals gestir: 60038
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:58:48
clockhere

Tenglar

Eldra efni