29.01.2009 10:47
Logndrífa
534. Í gærkvöldi fór að snjóa í logni og var talsverð niðurkoma. Ég var að vinna til kl. 23, en gat ekki stillt mig þegar heim kom og fór svolítinn bæjarrúnt með myndavélina. Hluti af afrakstrinum er hér fyrir neðan og ég held hann þurfi engra sérstakra útskýringa við.
Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera úti fram undir morgun, en um hálf eitt fannst mér kominn tími á að skríða í fiður eftir erilsaman dag.
Ég hefði alveg getað hugsað mér að vera úti fram undir morgun, en um hálf eitt fannst mér kominn tími á að skríða í fiður eftir erilsaman dag.
Skrifað af LRÓ.