30.01.2009 08:01
Daginn eftir
535. Það var svo á leið minni um bæinn daginn eftir (í gær þ. 29.) að ég bætti nokkrum skotum við. Snjórinn lá yfir öllu eins og þykkt teppi þar sem rofin voru fá og dökkir dílar eða flekkir aðeins í kring um híbýli og götur mannanna. Frost var í lofti og því sat ofankoman enn sem fastast á greinum trjánna sem sum hver svignuðu lítillega undan þessum aukaþunga. Núna (að morgni þess 30.) meðan þessar línur eru ritaðar, verður mér litið út um gluggann og sé að allt er með óbreyttu sniði. Það væri því hægt að fara á stjá og halda áfram þar sem frá var horfið.
Skrifað af LRÓ.