05.03.2009 12:39

Ískalt

547. Ég fékk sendar nokkrar af þessum ísköldu og eiginlega allt að því hrollvekjandi myndum með stafræna morgunpóstinum. Eftir að hafa gúgglað mig aðeins inn í málið komst ég að því að bærinn Versoix er í Sviss, stendur við Genfarvatn og þar mun vera framleitt talsvert af súkkulaði. Það var í janúar árið 2005 að veðurskilyrðin voru með þeim hætti sem sjá má afleiðingarnar af á myndunum hér að neðan. Eftir nokkurra daga stífa norðanátt og talsvert frost hafði vatnsíringurinn fokið inn yfir bæinn og fraus með það sama hvar sem hann bar niður. Þetta mun samt ekki vera algengt þar um slóðir og reyndar er þetta ein mesta ísing sem vitað er til að hafi myndast í þessum annars ágæta bæ.






































Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 293
Gestir í dag: 20
Flettingar í gær: 2107
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 743377
Samtals gestir: 67622
Tölur uppfærðar: 21.8.2025 09:14:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni