06.03.2009 22:16

Að skeggræða við sjálfan sig



548. Það er líklega komin tími á klippingu og rakstur
, en þess utan...
Þá var ég að gúgglast á netinu og rakst á frétt úr Degi frá 20. jan 2008 þar sem farið var yfir nokkrar mannfjöldatölur af Eyjafjarðarsvæðinu og staða Fallabyggðar skoðuð sérstaklega. 

Íbúum Akureyrar fjögaði mest - mest fækkun í Fjallabyggð

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands og varða íbúafjölda í sveitarfélögum við Eyjafjörð 1. desember sl. þá er staðan svona:

                                                          2007     2006

Akureyri                                      17.253   16.822             +431
Eyjafjarðarsveit                            1.009       998                +11
Hörgárbyggð                                   416        411                 +5
Grímseyjarhreppur                         103          99                 +4
Svalbarðsstrandarhreppur            385        381                 +4
Arnarneshreppur                            171        176                  -5
Grýtubakkahreppur                        357        368                -11
Dalvíkurbyggð                             1.951     1.966                -15
Fjallabyggð                                  2.188     2.261               -73

Fjallabyggð: Styrkur og veikleikar:

Í skýrslu Byggðastofnunar um byggðarlög með viðvarandi fólksfækkun segir að styrkleikar Fjallabyggðar felist meðal annars í góðum hafnarskilyrðum á Siglufirði, legu svæðisins gagnvart ferðamannaiðnaði og frumkvöðlastarfsemi og iðnaði á Ólafsfirði.

Veikleikarnir liggja hinsvegar að hluta til í staðsetningu svæðisins, flug- og vegasamgöngur eru slæmar og flugvöllurinn í Fjallabyggð liggur undir skemmdum. Lágt menntunarstig og hár meðalaldur eru veikleikar, einhæfni atvinnulífs og samdráttur í fiskvinnslu og veiðum.

Íbúum í Fjallabyggð hefur fækkað um 23,1% á fimmtán árum og aldurshóparnir 25-34 ára eru fámennir miðað við landið allt.

Í skýrslu Byggðastofnuar segir að þegar til lengri tíma er litið eru ýmis tækifæri á blómlegu mannlífi í Fjallabyggð. Fjarvinnsla á Siglufirði gengur vel og frekari möguleikar þar fyrir hendi. Mörg tækifæri eru í ferðaþjónustu, svo sem Síldarminjasafnið og sjóstangveiði í Ólafsfirði og ný tækifæri skapast með bættum samgöngum með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Þar má nefna framhaldsskóla, uppskipunarhöfn fyrir Norðurland, aukna nýtingu sjúkrastofnana, samþættingu ferðaþjónustu og aukna þjónustu við smábátaútgerð.

En skyldi þetta vera að breytast eitthvað í kreppunni sem hrellir íbúa höfuðborgarsvæðisins fremur en landsbyggðarbúa.


Þ. 23. febr. s.l. birtist í Fréttblaðinu viðtal við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Vestmannaeyjum og fleiri ágæta sveitarstjórnarmenn undir fyrirsögninni: "Segir fólk í átthagafjörtum í borginni" Það er veruleg breyting frá því sem áður var og nú heyrist það reyndar oft að straumurinn hafi snúist við, þ.e. fólksflóttinn liggi frá suðvesturhorninu og út á landsbyggðina. Ég veit vel að þetta er raunveruleikinn og nú hefur það gerst að höfuðborgarbúar eru að upplifa það í fyrsta sinn a.m.k. í mjög langan tíma að þeri geta t.a.m. ekki selt eignir sínar og komast því hvergi þess vegna. Það er nokkuð sem hefur hingað til aðeins verið þekkt sem "landsbyggðarlægt" vandamál. Þeir sem töluðu digurbarkalega um að réttast væri að sópa þessum vesalingum í krummaskuðunum úti á landi saman og flytja í eina eða tvær blokkir í Breiðholtinu, virðast vera steinþagnaðir og er það vel. Þrátt fyrir að slíkir talsmenn hafi í raun oft á tíðum aðeins opinberað heimsku sína með því að tjá sig í stað þess að hafa vit á að þegja, var þetta bull þeirra oft á tíðum verulega hvimleitt og jafnvel niðrandi á köflum. Nú hittir því einhver sjálfan sig illa fyrir og er tími til kominn þó ekki sé víst að umræddur hafi einhverja möguleika á að vitkast.

 

Þar segir: Stjórnvöld gerðu vel ef þau hættu að ögra stöðugleikanum í sjávarútvegi.

Nú í kreppunni hefur áhugi fólks á því að búa á landsbyggðinni stóraukist og nú þegar fjölgar ungu fólki í nokkrum byggðum þar sem slíku hefur ekki verið að fagna í áraraðir.

Þetta segja Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, Ólafur Hr. Sigurðsson, starfsbróðir hans frá Seyðisfirði, og Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.

Öryggi og fjölskylduvænt samfélag er eitt það helsta sem fólkið leitar eftir, segja þeir, auk þess sem margir vilja snúa baki við þeim gildum sem ráðið hafa ríkjum á suðvesturhorninu.

"Ég held að það felist ákveðin tækifæri fyrir fólk í því undarlega umhverfi sem við búum við einmitt núna," segir Ómar Már. "Og það felst í því að hér [á landsbyggðinni] eru mannlífs- og atvinnulífshættir reistir á betri grunni heldur en það sem hefur verið að byggjast upp á svokölluðum þenslusvæðum."

En ekki geta allir sem vilja flust út á landsbyggðina; Elliði segir fjölmarga sitja í átthagafjötrum í borginni. "Fólkið hefur elt fjármagnið og atvinnuna sem öll hefur verið á höfuðborgarsvæðinu en nú þegar bólan er sprungin situr það uppi með ofurskuldsetta eign svo að það er í raun í átthagafjötrum í borginni."

Ómar segir að ríkið þurfi að styðja betur við bakið á sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum á landsbyggðinni. "Við höfum heyrt mikla umræðu um nýsköpun en því miður virðast orð og æði ekki fara þar saman," segir hann.

Elliði og Ólafur hafa hins vegar hug á öðruvísi stuðningi. "Veigamesti stuðningurinn sem við gætum fengið frá ríkinu væri að fá frið til að byggja upp okkar atvinnuvegi án þess að eiga það sífellt á hættu að fótunum verði kippt undan því," segir Elliði. "Það er óþolandi að vinna í sjávar­útvegi þegar sífellt er verið að ögra þeim forsendum sem fyrir honum eru." Á hann þá meðal annars við umræður um eignarupptöku á kvóta og veiðileyfagjöldum.

"Stundum er aðgerðarleysi af hálfu ríkisins það skásta," segir Ólafur. "Það sést vel á fyrirtækjum sem eru alfarið í eigu ríkisins, eins og RARIK og Pósturinn. Þar gilda græðgissjónarmið sem reytt hafa af landsbyggðinni út í það óendanlega í nafni óeðlilega mikillar arðsemi. En það sjá allir hvernig þess háttar græðgi hefur reynst þjóðinni."

 

Svo sá ég umfjöllun um Siglufjörð og þar stóð m.a. orðrétt:

Siglufjörður er þekktastur fyrir Síldarævintýrið.

Þar sem ég þekki þokkalega til sögu staðarins a.m.k. rúma öld aftur í tímann gat ég tæplega varist brosi.



En að lokum langar mig að skjóta þessari ekki alveg splunkunýju mynd hérna inn  til að botna pistilinn. Hún á fátt eða reyndar miklu heldur ekkert sameiginlegt með því sem hér fyrir ofan stendur skrifað. Hún mun vera tekin á Kanarí sennilega það frábæra ár 1976 sem ég mun aldrei gleyma, en þarna eru Siglfirðingarnir Gummi Ingólfs, Stebbi Sigmars og Biggi Inga í góðum gír.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496567
Samtals gestir: 54788
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 03:44:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni