23.03.2009 08:04
Veggjakrot eða veggjalist
553. Það sýnir sig á þessum myndum að alhæfingar geta verið í hæpnara lagi þegar þegar því er haldið fram að veggjakrot sé undantekningalítið alvondur sóðskapur af allra síðustu sort. Eins og þeir vita sem fylgst hafa með borgarpólitíkinni í Reykjavík var skorin upp mikil herör gegn veggjakroti og hreinlega engu eirt sem flokka mátti sem slíkt. Ég hef um nokkurt skeið verið að vinna að endurbótum á íbúð við Hallveigarstíg og átt leið fram hjá þessum húsum því sem næst daglega. Nú er þeirri vinnu lokið, ég fór að sinna öðrum verkefnum og á því ekki eins oft leið um þetta hverfi. Mér þótti því rétt að festa þessi verk í flöguna til varðveislu.
Skrifað af LRÓ.