29.05.2009 00:55

Gamlar myndir frá Siglufirði

570. Ég var að flækjast um í myndasafninu í tölvunni minni og rakst þá á nokkrar gamlar myndir af Siglufirði. Þær eru til mín komnar frá frænda mínum Gunnari Bíldal sem um árabil rak verslun við Aðalgötuna í Síldarbænum. Hugsanlega eru einhverjar þeirra teknar af honum en hann eignast aðrar eftir öðrum leiðum. En hvað sem því líður eru þær hinar skemmtilegustu, eiga það sameiginlegt að hafa verulega mikið sögulegt gildi og full ástæða til að þær komi fyrir sjónir sem flestra sem síðar gengu þarna um götur.


Síldarsöltun niður á eyrinni.


Löngu horfin hús.


Hvanneyrarkrókurinn.


Löndunarbið.


Bátar við innri höfnina.


Tunnustafli að vori.


Drekkhlaðnir síldarbátar bíða löndunar.


Svo fann ég þessa úrklippu sem smellpassaði inn í þemað og mér fannst því nauðsynlegt að láta fylgja með.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 328
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589301
Samtals gestir: 60005
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:37:15
clockhere

Tenglar

Eldra efni