20.10.2009 09:34

Ein gömul (en ekkert sérlega góð) og önnur af videótökuvél ásamt fylgisveini.

                                     

591. Ég starði í fyrstu lengi á þessa furðuveru og reyndi að átta mig á hvar eða jafnvel hvort ég hefði séð hana nokkurs staðar áður. Það var Siglfirðingurinn, Píparinn, Flísarinn, Hjálmurinn og ofurtrommarinn  Helgi Svavar Helgason sem sendi mér þessa mynd ásamt athugasemdum sem ég ætla ekkert að hafa eftir hérna. En það má hins vegar fylgja að honum fannst hún mun fyndnari en mér, - en samt...

Ég hef undanfarið haldið til á góðum stað í Akrahreppi í Skagafirði, en í dag verður allnokkur breyting á því haldið verður suður á bóginn seinni partinn.

Bloggað úr fjóstölvunni á Flugumýri.

-



Skömmu síðar bættist við önnur tiltölulega svipuð sending en úr annarri átt. Hún kom frá Steingrími (sameign okkar Siglfirðinga) Kristins og mun vera tekin upp úr 1980 í Bíóinu þar sem 1. maí hátíðahöld fóru fram. Fyrir utan manninn á myndinni má sjá videótökuvél sem er talsvert frábrugðin "2007" týpunni, en þó mikill og góður gripur á sínum tíma. Þessa ofurgræju keypti af Birgi Kristmundssyni Fáskrúðsfirðing sem var einn af gömlu videókóngunum á árum áður.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496725
Samtals gestir: 54805
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:49:41
clockhere

Tenglar

Eldra efni