09.12.2009 21:47

Óborganlegur Pétur Geira.



598. Hann er ekki lítið stoltur
ökumaðurinn sem er sennilega nýlega kominn með bílprófið þegar þessi mynd er tekin, - og á engri smá drossíu.
Er nokkuð hægt að toppa þetta?

 

Fyrir u.þ.b. þremur árum hitti ég Palla Fanndal á götu á Siglufirði. Hann sagði mér að hann hefði undir höndum nokkrar gamlar myndir af mér og fleiri góðum drengjum í fjallgöngu, en þeim vildi gjarnan koma til mín við fyrstu hentugleika. Nokkur tími leið þó án þess að neitt gerðist og það var ekki fyrr en s.l. vetur að ég gerði mér ferð til Keflavíkur í þeim tilgangi að líta við hjá sveitunga mínum og kíkja á umræddar myndir. Það var haldin heilmikil slides sýning þar suður frá og eftir skemmtilegt kvöld þar sem mikið var spjallað, ók ég aftur í Hafnarfjörðinn með hvorki meira né minna en 80 myndir til afritunar. Bæði fjallgöngumyndirnar sem talað hafði verið um, en einnig talsvert af öðrum ekki síður skemmtilegum skotum. En þar sem um var að ræða slides myndir kom upp vandamál sem þurfti að leysa, því skanninn minn réði ekki við slíkt. Það varð úr að ég tók myndirnar með mér næst þegar ég átti leið á heimaslóðir og Steingrímur (sameign okkar Siglfirðinga) bjargaði málum gegn því að þær færu einnig inn á Ljósmyndasafn Siglufjarðar sem var auðvitað hið besta mál.

 

Þessi frábæra mynd hér að ofan er úr safni Gests Fanndal.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni