18.09.2010 11:50

"Rutt yfir hvalbeinið"

647. Nú þegar sú stund nálgst að miklar og langþráðar samgöngubætur verða senn orðnar að veruleika en eru ekki lengur aðeins fjarlægur draumur, leitar hugurinn stundum til fortíðar og ýmsir þættir úr samgöngusögunni rifjast upp. Nú eru rétt um 42 ár síðan Strákagöng voru formlega vígð, en umferð mun þó hafa verið hleypt á þau eitthvað fyrr. Þar áður hafði Siglufjarðarskarð verið eina tenging Siglfirðinga við vegakerfi landsins, en það var sjaldan fært nema 4-6 mánuði ársins vegna snjóa. Skarðið var tekið í notkun árið 1946 og þjónaði því byggðinni aðeins í 22 ár sem manni finnst svona eftir á að hyggja alveg ótrúlega skammur tími.

 

Ég rakst á athyglisverða grein um vegamál og forna búsetu á Almenningum sem birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. ágúst árið 1962. Hana ritar "Stefán" fréttamaður Mbl. og hann ræðir þar m.a. við Gísla Felixson rekstrarstjóra vegagerðarinnar á Sauðárkróki.
Ekki kemur fram hvaða Stefán það er sen er höfundur að henni, en grunur minn beinist einkum að Stefáni Friðbjarnarsyni fyrrverandi bæjarstjóra á Siglufirði. Það var einmitt í bæjarstjóratíð hans sem Strákagöng voru formlega opnuð og eitthvað mun hann hafa starfað fyrir Moggann hér áður fyrr ef mig misminnir ekki. Allar ábendingar um hvort svo er eða ekki eru svo auðvitað mjög vel þegnar.


(Ljósmynd Hannes Baldvinsson)







(Ljósmynd Ólafur Bermannsson)


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 86
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495759
Samtals gestir: 54704
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:20:57
clockhere

Tenglar

Eldra efni