07.11.2010 08:14

Nokkrir sérvaldir suðurbæingar

668. Fyrir nokkrum mánuðum sagði ég frá því að Palli Fanndal lét mér í té nokkurt magn mynda sem hann átti í fórum sínum og afi hans Gestur hafði tekið. Ég gerði mér á sínum tíma svolítinn mat úr þessum fína myndapakka hér á síðunni, en síðan hefur hann legið í eins konar dvala í möppu sinni. Núna var ég svo aftur að kíkja á hana (möppuna) og fann þá hjá mér ríka þörf fyrir að flagga nokkrum verulega skemmtilegum skotum. Einhverra hluta vegna virðist Gestur hafa frekar myndað suðurbæinga en þá sem norðar bjuggu. En þegar málið er hugsað svolítið dýpra, eru e.t.v. á því mjög svo eðlilegar skýringar. Ég geri t.d. ekki ráð fyrir að hann hafði verið jafn smeykur að þurfa að eiga leið um villimannahverfið og ég var, eða að einhver undarleg "þjóðernishyggja" hafi stjórnað vali hans á myndefni. Gestur fór auðvitað í gegn um suðurbæinn flesta daga og stundum oft á dag á leið sinni til flugvallarins, því hann var eins og margir vita umboðsmaður flugfélagsins Vængja og síðar Arnarflugs.

 

Hér að neðan eru myndir af nokkrum "sérvöldum" suðurbæingum, en að vísu fær einn norðurbæingur að fljóta með, líklega helst vegna þess að hann bjó svo örskammt norðan "landamæranna."



Nonni Baddi og Gummi Ragnars.


Gunni Binnu og Doddi Gerðu.


Bjössi Sveins, sá sem þetta ritar og Gústi Dan.


Dísa Þórðar, Sibbi Jóhanns og Sigríður þórdís Júlíiusdóttir.


Ásbjörn Blöndal, Bjössi Hannesar og Palli Kristjáns.


Guðni Sveins.


Rabbi Erlends.


Ásmundur Jóns.


Ella Hilmars.


Pétur Geira (sennilega nýlega kominn með bílprófið).

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 552
Gestir í dag: 112
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495929
Samtals gestir: 54730
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 16:30:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni