23.11.2010 06:23

Gamli tíminn varðveittur

677. Þegar ég heyrði fyrst talað um manninn sem fór um bryggjur og plön, skúra og skemmur og safnaði áhöldum og ílátum, stömpum og bjóðum, var ég að vinna í frystihúsi S.R. við Vetrarbraut. Karlarnir töluðu mikið um hann í kaffitímunum, sitt sýndist hverjum um háttarlag hans og sumum fannst jafnvel að hann gæti tæpast verið með réttu ráði. Að safna gömlu ónýtu drasli og koma fyrir í geymslu fannst þeim alveg fráleitt. Það var þeim flestum um megn að skilja að nokkur skyldi vilja halda upp á þetta dót því síldin kæmi líklegast ekkert aftur í bráð og ef hún kæmi þá nokkurn tíma. Betra og skynsamlegra væri að koma sér upp nýju í fyllingu tímans, en afgömlu og úr sér gengnu. Að hafa fyrir því að tína saman og geyma þetta kannski í mörg ár eða hver veit hvað, það væri nú meiri vitleysan því öllu yrði á endanum hent aftur. Þetta er nú meiri rugludallurinn sögðu karlarnir í kaffistofunni og tóku bakföll og slógu sér á lær. Svo var gert stólpagrín að Frosta þjóðháttarfræðing en svona var nú hugsunin þegar var farið að síga á áttunda áratuginn.

 

Þegar ég svo rakst á greinina sem er hér að neðan, rifjaðist margt upp og nostalgíufiðringurinn skreið upp eftir hryggsúlunni meðan ég las hana yfir. Svo datt mér í hug að fleiri gætu kannski haft gaman af og tók því til við að kopi/peista og laga til af miklum móð. En það sem mönnum fannst svo illskiljanlegt á árum áður, er nú talið hafa verið mikið þjóðþrifamál. Þarna var bjargað frá glötun mörgum merkisgripnum og um leið lagður grunnur að því sem við þekkjum í dag sem Síldarminjasafnið, stolt okkar Siglfirðinga.

 

Þökk sé Frosta F. Jóhannssyni fyrir hans framlag til málstaðarins.










Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 281
Gestir í dag: 8
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 512891
Samtals gestir: 55397
Tölur uppfærðar: 13.1.2025 22:16:06
clockhere

Tenglar

Eldra efni