29.12.2010 16:27

Gleðilegt nýtt ár!



686. Óska öllum frændum og frænkum,
vinum og vandamönnum, svo og öllum þeim sem hingað líta við góðs og gæfuríks árs.

 

Þessi áramót verða hvað mig varðar með svolítið öðru sniði en undanfarin 20 ár eða svo, því nú verður haldið norður yfir heiðar. Hinir Hafnfirsku skoteldar, bálkestir og annað það sem tilheyrir slíkum tímamótum verður því ýmsum öðrum augnayndi en mér að þessu sinni. Meiningin er að halda norður á Sigló og spila í stórafmæli Guðmundar Óla sem haldið verður með pompi og prakt á Hannes boy þ. 30., og svo aftur síðasta kvöld ársins á Hótel Varmahlíð fyrir Skagfirska hetjutenóra og annað gott fólk.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 448
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495825
Samtals gestir: 54720
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 14:42:01
clockhere

Tenglar

Eldra efni