03.01.2011 05:55
Skotið á Siglufjörð
687. Ég fékk nýverið senda ábendingu á frétt sem birtist á Eyjunni og hafði alveg farið fram hjá mér. Hún var grundvölluð á ummælum Guðmundar Ragnarssonar sem er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna og sagður LÍÚ maður inn að beini. Eftir að hafa farið í gegn um hana og umræðuna sem fylgdi í kjölfarið svo og öll kommentin, er nokkuð ljóst að enn eru einhverjir kuklarar sem fylgjast illa með tímanum eru enn að rembast við að magna upp gamla drauga. Umræðan um Héðinsfjarðargöngin lifir enn og nokkur Nátttröll agnúast út í það sem orðið er og verður ekki breytt (til allrar hamningju).
Ég verð alltaf svolítið full þegar ég sé
Gallað glerburðarvirki rifið niður af suðurvegg tónlistarhússins. Kostnaður gæti numið mörg hundruðum milljóna, en heildarkostnaður glerhjípsins er 3,2 milljarðar skv. áætlun.
Þarna er auðvitað hvergi minnst á að afskriftir aðeins vegna Tónlistarhússins Hörpu í Reykjavík eru orðnar 10 milljarðar og áætlun gerir ráð fyrir að tilbúið kosti það 27.5 milljarða. Einnig að sterk rök hafa veið færð fyrir því að styrkir þyrftu að nema 0.8 - 1 milljarður á ári næstu 35 árin til að hægt verið að reka það.
Sagt er að fjármálaráðherra hafi fengið ástralska sjónvarpsfréttamenn í heimsókn. Þeir höfðu gagngert komið til Íslands til að sannreyna það sem heimurinn héldi að Íslendingar væru ekki með réttu ráði í fjármálum. Þeir voru nú komnir og vildu ræða við hann um hrunið og kreppuna og m.a. þetta merkilega séríslenska framtaksfyrirbrigði að byggja í miðri kreppu, rándýrt tónlistarskrauthýsi. Kreppufríir sögðust þeir sjálfir hafa átt fullt í fangi með sitt í
Skv. heimildum sem ættaðar eru frá Seðlabankanum eru uppsafnaðar afskriftir banka og sparisjóða vegna gjaldþrota fyrirtækja frá 1.1.2009 eftirfarandi:
Gjaldþrota félög 160 milljarðar
Félög yfirtekin af bönkum og sparisjóðum 71 milljarður
Rekstrarfélög í óbreyttu eignarhaldi 41 milljarður
Samtals 272 milljarðar
Þar fyrir utan hafa bankar og sparisjóðir afskrifað 112 milljarða vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar hjá fyrirtækjum sem starfa síðan áfram. Við nánari skoðun kom svo auðvitað í ljós eins og vænta mátti, að nánast allar þessar afskriftir eru hjá félögum og fyrirtækjum sem hafa heimili og varnarþing í Reykjavík.
Hvað skyldi svo þetta suðvesturhornsævintýri kosta hvern landsbyggðarmann sem stóð hjá og tók ekki þátt í dansinum kring um gullkálfinn?
"Ummæli Guðmundar Ragnarssonar, formanns Félags vélstjóra og málmtæknimanna, við Eyjuna í vikunni vöktu athygli og umtal. Guðmundur sagði m.a. að "fjölmargar byggðir [væru] og hafa verið dauðadæmdar lengi". Tiltók hann tvær byggðir sérstaklega, Bolungarvík og Siglufjörð, þar sem hann sagði stöðnun ríkja í útgerð á sama tíma og að ríkið henti tugmilljörðum króna í í göng og sjóflóðavarnargarða."
Af því tilefni skoðaði Eyjan töluleg gögn um byggðaþróun á Siglufirði og tekur að því að mér virðist í flestum atriðum umdir orð Guðmundar. Þar mátti finna eftirfarandi fróðleiksmola:
"Hvanneyrarhreppur við Siglufjörð fékk verslunarréttindi 1818. Þá voru skráðir þar 161 íbúar, þar af 6 í kaupstaðnum. Öld síðar, 1918, fékk hreppurinn kaupstaðarréttindi og hét eftir það Siglufjarðarkaupstaður. Á síldarárunum var Siglufjörður fimmti stærsti kaupstaður landsins með 3100 íbúa. Auk þess var mikið um farandverkafólk sem stundaði vinnu í bænum. Síðan þá hefur íbúum stöðugt fækkað. Siglufjörður sameinaðist Ólafsfirði í júní 2006 undir nafninu Fjallabyggð.
Frá árinu 1998 hefur íbúum fækkað úr 1633 í 1214 (í janúar). Það er fjórðungsfækkun. Ef samsvarandi fækkun hefði orðið í höfuðborginni frá 1998 jafngildir það tæplega 27.000 manns.
Fækkun hefur verið í bænum öll ár frá 2000, að undanskildu 2006 þegar fjölgaði um 7. Séu þær tölur skoðar með tillti til kyns sést að konum fækkar sífellt, nema á síðasta ári þegar þeim fjölgaði um 7. Fjölgunin 2006 skýrist af 26 aðfluttum karlmönnum sem vega upp brottfluttning 21 konu.
Á seinasta ári voru kaupsamningar í Fjallabyggð 30. Heildarvelta þeirra var rúmlega 253 milljónir. 2008 voru kaupsamningar 45 og ári áður 69. Gögn frá Fasteignamati ríkisins sýna að íbúðum á Siglufirði fækkaði úr 661 í 649 árið 2005.
Meðal fermetraverð á Siglufirði árið 2008 var 66.916 kr. Til grundvallar þeirri tölu liggja 13 kaupsamningar. Á sama tíma var meðalfermetraverð á Akureyri 164.642 kr. (169 kaupsamningar) og 50.309 á Ólafsfirði (6 kaupsamningar).
Á fiskveiðiárinu 1991-1992 var úthlutuðu aflamarki (kvóta) skipa með heimahöfn á Siglufirði 8.453.077 þorskígildistonn. Á þeim tíma var það 1,8% úthlutaðs kvóta í landinu. Á seinasta fiskveiðiári, 2009 - 2010, var hlutfallið komið í 1,3% og heildartalan 3.756.770 þorskígildistonn. Það er rúmlega 55% minnkun.
Árið 1996 komu 124.758 tonn af loðnu að landi á Siglufirði. Tæplega áratug síðar árið 2005 var sú tala komin í 29.721 tonn. Þorskafli á sama tíma hefur aukist, úr 3412 tonnum í 7050. Rækjuvinnsla fór fram úr þorskvinnslu á tíunda áratug seinustu aldar. 1996 voru unnin 9.499 tonn af rækju á Siglufirði. Óhætt er að segja að algjört hrun hafi verið í þeirri vinnslu, því 2005 voru einungis unnin 677 tonn."
Og kommentin sem mörg virðast vera skrifuð í tilfinningahita augnabliksins eru eins og við má búast, misjafnlega vel ígrunduð og ekki í eina áttina. Kíkjum á svolítið sýnishorn.
Gulli 30.12 2010 12:59
Héðinsfjarðargöngin voru pólitík af viðbjóðslegustu gerð.
Það hefði verið ódýrara kaupa og "henda" Siglufirði.
SkallaÖrn 30.12 2010 12:30
Ef Siglfirðingum og Ólafsvíkingum hefði verið boðið að ráðstafa að eigin vild 12 milljörðum - Ca. 22..5 MILLJÓNIR Á HVERJA 4 MANNA FJÖLSKYLDU - Hversu margir hefðu valið að nota peninginn í Héðinsfjarðargöng ? Er einhver að halda því fram að íbúar sjálfir hefðu ekki getað fundið betri not fyrir peninginn ef þeir hefðu staðið frammi fyrir slíkir ákvörðun. Sumir hefðu vafalaust notað tækifærið og flutt burt. Aðrir hefðu viljað styrkja atvinnusköpun á Siglufirði og Ólafsfirði með öðrum hætti. Fólki heima í héraði stóð aldrei til boða að taka vitræna ákvörðun um þessi mál eftir upplýsta umræðu í eigin hópi.
Halldór 30.12 2010 12:36
Byggðirnar um landið hagræða í sjávarútvegi en hvar ætli nánast öll opinber störf í sjávarútvegi séu staðsett? Fiskistofa, Hafró, Matís o.sfrv. ha??
Auðvitað í hinni ríkisstyrktu Reykjavík....þar sem púkinn fitnar á fjósbitanum.
seifur 30.12 2010 12:52
Kaffihúsa snobbhænur úr 101 ættu ekki að kommenta um svona málefni því þau bara skilja þetta ekki.
Pétur Eiríksson 30.12 2010 12:58
Það hefur enginn rétt á að kveða upp dauðadóm yfir byggðum, hverfum fyrirtækjum eða atvinnugreinum.
Bjarni Kjartansson 30.12 2010 15:22
Ómar Kristjánsson telur, að þarna kjósi allir Framsókn eða Íhaldið. ÞAð var Krati sem kom þessari fyrru á koppinn, hann varð svo Samgönguráðherra og fékk að klippa á spottann.
Göngin hafa nú þegar kostað yfir 14 milljarða, svo að það vantar TVÖÞÚSUNDMILLJÓNIR inn í dæmið hjá ,,Skalla erni".
Svo var einnig verið að lengja flugbraut á Ak. svo að ,,bæta mætti varaflugvöll" fyrir millilandaflugið.
Samkvæmt skoðun á NOTAM og fl uppsláttaritum alþjóða flugmálastofnana er hann ekki enn kominn með þá áritun. Semsagt ekki hægt að logga á hann sem varavöll Egilstaðir eru enn á kortinu, enda nota erlendir flugmenn AK mjög lítið og lenda þar ekki nema í einsýnu. Þar fór hellingur af pening líka.
Níels A. Ársælsson 30.12 2010 15:54
Bjarni
Kristján Möller tilheyrir íhaldinu, svo ? Hann er ekki krati frekar en þú ert Framsóknarmaður.
runar 30.12 2010 16:16
Níels Adolf Ársælsson á Tálknafirði, útgerðarmaður og skipstjóri Bjarma BA, var í dag dæmdur í Héraðsdómi Vestfjarða til greiðslu einnar milljónar króna í sekt og til greiðslu alls sakarkostnaðar í brottkastsmálinu svokallaða.
Er þessi frétt um þig Níels A Ársælsson ?
Níels A. Ársælsson 30.12 2010 19:26
Já Rúnar þessi frétt er um mig og ég er mjög stolltur yfir því sem ég gerði.
Guðjón II 31.12 2010 01:45
Í öllu þessu kjaftæði sem jafnan verður uppi hérna á þessu fjandans svæði hans Egils þá gleymist hversu mikið þessi skíta sjávarþorp "importa" fyrir íslenskt þjóðfélag...
Reykvíkingar hafa alltaf verið á bísanum og munu vera um aldir alda...
Muggur 31.12 2010 03:09
Er þá ekki í lagi að það fylgi hvað sveitarfélagið Fjallabyggð er að skapa í útflutningsverðmæti.
Tekið af heimasíðu Rammans.
Afli og aflaverðmæti skipa Ramma 2010 29. desember 2010
Afli og aflaverðmæti skipa Rammans á árinu sem er að líða var sem hér segir:
Skip afli tonn aflaverðmæti millj. kr. vinnsla og tegundir
Mánaberg ÓF 42 5.402 1.785,8 frosinn bolfiskur
Sigurbjörg ÓF 1 4.678 1.600,6 frosinn bolfiskur
Múlaberg SI 22 1.946 435,4 ferskur bolfiskur/rækja
Jón á Hofi ÁR 42 1.396 418,2 ferskur bolfiskur/humar
Fróði II ÁR 38 986 330,6 ferskur bolfiskur/humar
Alls 14.408 4.570,6
Þess má geta að öll skip félagsins fóru í slipp á árinu.
Eigum við að deila þessum 4,6 miljörðum í íbúafjöldann í Fjallabyggð og sjá svo hvað Reykjavík er að skaffa á hvern íbúa??
Og fyrir þá sem vilja skoða öll skrifin, þá er linkurinn á ummæli Guðmundar Ragnarssonar.
http://eyjan.is/2010/12/28/gudmundur-ragnarsson-fjolmargar-byggdir-daudadaemdar-og-hafa-verid-lengi/
Linkurinn á fréttaskýringar Eyjunnar er.
http://eyjan.is/2010/12/30/frettaskyring-siglufjordur-i-tolum/