01.02.2011 07:49

Kominn aftur



692. Ég var meira en lítið hissa og auðvitað líka hinn kátasti þegar ég sá að enn eru um og yfir hundrað manns að kíkja inn á síðuna mína dag hvern, þrátt fyrir að ég hafi verið fjarverandi góðan hálfan mánuð og ekki sett svo mikið sem einn einasta stafkrók hérna inn. Þegar ég fór norður á Siglufjörð að morgni hins 14.jan. leit út fyrir að einhverjar bilanir á 123.is gerðu það að verkum að mér tókst ekki að koma inn svolítilli klausu þar sem greint frá því að sá sem á myndinni sést á spjalli við óþekktann og afar dularfullan mann, hyggðist bregða sér af bæ um nokkurn tíma. Nú liggur hins vegar fyrir að ekkert er að hjá 123.is, heldur eru það einhver leiðindi í tölvunni mín megin sem orsökuðu vandamálið og gera það reyndar enn, en þá kemur sér vel að það skuli vera til fleiri slík "apparöt" á heimilinu.



Erindið var eins og svo oft á undanförnum mánuðum, þ.e. að fara á heimaslóðir og vinna að endurbótum á húseigninni að Suðurgötu 46. Það er líklega eins gott að fara að spýta í lófana því afhending á seinni íbúðinni í því húsi á að fara fram þ. 1. apríl nk. Það þýðir að það verður tæplega stoppað lengur en nauðsyn krefur á suðvesturhorninu, en þó stendur til að gefa sér tíma til að spila á eins og einu þorrablóti þ. 5. febr.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni