03.02.2011 04:16

Ingimar "trommari" Þorláksson

                   

693. Ein af skemmtilegri hljómsveitum sem hafa verið "fundnar upp" á Siglufirði eru HELDRI MENN, sem rímar auðvitað ágætlega á móti eldri menn. Hér fyrir ofan er líklega einn af elstu trommurum landsins, ekki nema 83 ára gamall. Söngvarinn Svenni Björns sem hefur munninn yfirleitt fyrir neðan nefið, kynnti hann sem Ingimar Ringo Þorláksson. Og fyrir þá sem ekki vita þá er Snorri "Idol" bróðursonur Ingimars.
-
Þegar ég var að gramsa í gömlu "dóti" eins og ég geri oft, rakst á þessa skemmtilegu mynd af honum Ingimar Láka við trommusettið á Síldarævintýrinu 2007 ásamt meðfylgjandi texta.
Ekki get ég stært mig af myndgæðunum, því ég hef greinilega verið eitthvað ókyrr rétt á meðan myndatakan fór fram.
Ingimar lést þ. 13. jan. sl. á Siglufirði 86 ára að aldri, - blessuð sé minning hans.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 6952
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 589126
Samtals gestir: 59995
Tölur uppfærðar: 2.4.2025 03:16:07
clockhere

Tenglar

Eldra efni