11.02.2011 11:58
Fucking
695. Hvar langar þig mest til þess að eiga heima? Kannski í einhverjum litlum bæ með mjög undarlegu nafni? Ef svo er þá gæti Fucking í Austurríki verið draumastaðurinn, en það er lítið þorp 33 km. norður af Salzburg og 4 km. austur af Þýsku landamærunum. Elstu heimildir um um bæinn eru taldar vera frá því í kring um árið 1000, en þá var nafnið ritað með öðrum hætti eða Vucchingen. En tungumál þróast og breytast í aldanna rás og þetta er sem sagt ritháttur dagsins í dag. Íbúarnir munu hafa mjög ólíkar skoðanir á nafninu vegna hinnar engilsaxnesku merkingar orðsins sem er kannski ekkert skrýtið, og sumir vilja breyta nafni staðarins. Það mun þó talsvert af ferðafólki leggja leið sína þarna um vegna nafngiftarinnar að talið er, en það þýðir auðvitað auknar tekjur íbúunum til handa. Og ef einhver skyldi halda að þetta sé eitthvert grin, þá er alls ekki svo.