17.04.2011 06:29

Áframhaldandi Icesave umræða.

                                    

702. Eitt af því sem er nokkuð örugglega fylgifiskur úrslita kosninganna um Icesave samninginn, er að umræðan getur ekki annað en haldið áfram næstu tvö árin eða svo. Það er sá tími sem málið mun hið minnsta velkjast í dómskerfinu hérlendis og erlendis og þeir sem voru búnir að fá meira en nóg af henni munu því fá ennþá meira.

Rétt fyrir kosningarnar átti ég spjall við einn af NEI-mönnum.
"Jæja er búið að taka lokaákvörðun í stóra málinu"?
"Já ég er nú hræddur um það. Ég ætla sko að segja NEI því ég er ekki sáttur við að borga annarra manna skuldir".
"En nú er ekkert verið að kjósa um hvort menn vilji borga eða ekki, eflaust vilja allir þeir sem segja já vera lausir við að borga".
"Nú, það þykir mér skrýtið, um hvað er þá verið að kjósa"?
"Líklega um hvort við viljum samþykkja samninginn eða fara dómstólaleiðina".
Viðmælandinn horfið svolítið hugsi á mig um stund og virtist vera pínulítið ringlaður.
"Ég segi NEI af því að ég vil ekki borga þennan fj... reikning sem ég stofnaði ekki til".
Og þetta var ekki eina tilfellið sömu gerðar sem ég rakst á og mér sýnist nokkuð ljóst er að NEI-menn hafa fengið fullt af atkvæðum þeirra sem voru að kjósa um eitthvað allt annað en spurningin á kjörseðlinum gekk út á.

Ég hitti líka fyrir gallharðan JÁ-mann og hann fór ekkert í launkofa með skoðanir sínar.
"Lýðræðið er ekkert að gera annað en að þvælast fyrir okkur í þessu máli. Það á auðvitað ekkert að halda leynilegar kosningar í svona málum. Þeir sem vilja kjósa eiga bara að mæta á kjörstað og segja skoðun sína, síðan á einfaldlega að merkja við og halda upplýsingunum til haga. Þegar verður búið að klára þetta mál hvernig og hvenær sem það verður og meta hve miklu tjóni NEI-menn hafa valdið, á einfaldlega að senda þeim persónulega reikninginn fyrir mismuninum á niðurstöðunni og því sem samningsleiðin hefði þýtt. Varla vilja þeir að aðrir borgi fyrir þá fyrst þeir vilja ekki borga fyrir aðra".

Mér sýnist fátt benda til þess að sérlega friðvænlega horfi milli fylkinga og sátt sé á næsta leiti þó dómur þjóðarinnar liggji nú fyrir.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni