17.05.2011 04:40

Á Græna Hattinn


710. Einhverjar spurnir munu Akureyringar hafa haft af uppákomunni í Bátahúsinu um páskana, því nýverið var haft samband við Siglfirsku hljómsveitargaurana frá höfuðstað norðurlands. Það eru því aftur hafnar æfingar fyrir aðra tónleika, sem stefnt er að á Græna Hattinum síðustu helgina í maí. Að þessu sinni verður í hópnum auk Þuríðar burtflutti Akureyringurinn Grímur Sigurðsson. Hann lék með hljómsveit Ingimars Eydal síðustu árin sem hún starfaði og mun eflaust syngja lagið sitt um Róta raunamædda sem hljómaði ósjaldan á öldum ljósvakans fyrir hartnær 30 árum. Það verður því hópur "þroskaðra" tónlistarmanna sem leggur land undir dekk og stefnir norður yfir heiðar í leiðangur númer tvö eftir fáeina daga.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1312
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 753095
Samtals gestir: 68327
Tölur uppfærðar: 2.9.2025 00:58:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni