712. Það var í fréttunum um
daginn að Benedikt páfi tók Jóhannes Pál páfa í tölu blessaðra, en það er
forstig þess að verða gerður að dýrlingi. Það kom hins vegar ekki fram fyrir
hvaða afrek hann átti slíkt skilið. Ekki að ég sé þeirrar skoðunnar að hann Jói Palli
hafi ekki verið ágætis karl, það bara kom ekki fram.
Árið 2000 varð sá síðarnefndi að taka til varna
og rökstyðja þær gjörðir sínar að hafa tekið Píus páfa í tölu blessaðra. Um
þann náunga er það helst að segja að hann sat á páfastóli frá 1846 til 1878 og þótti
strangur og íhaldssamur. Hann gaf til dæmis út skrá yfir "rangar
skoðanir", þar sem meðal annars var að finna sósíalisma,
frjálslyndisstefnu, raunhyggju og framfarahyggju, auk þess sem siðmenning
samtímans var fordæmd í heild sinni.
Ég ætlaði reyndar ekkert að minnast á neina páfa og þess konar kjólklæddar
prjáldúkkur þegar ég settist að þessu sinni niður við tölvuna, - það bara gerðist.
En ég fékk myndina hér að ofan senda frá Gunnari Trausta vini mínum og
fyrrum nágranna. Mér finnst hún bara býsna skemmtileg og mér datt si svona í
hug að líklega kemst ég aldrei nær því að verða tekinn í dýrlingatölu en að
standa við hliðina á Sigga Ægis.