24.05.2011 11:49

Bátur eða bíll

Báturinn sem í boði er.
 
713. Fyrir fáeinum vikum síðan setti ég litla einstaklingsíbúð í Reykjavík á sölu. Mér til svolítillar undrunar bárust mér tvö tilboð tiltölulega fljótlega, en það hafa ekki farið miklar sögur af hreyfingu á þeim markaði síðustu misserin. Þegar farið var að glugga í þau fór mig að gruna að tilboðsgjafar hefðu hugsanlega meiri
áhuga á að selja eitthvað en kaupa.
Í öðru tilfellinu bauðst bátur langleiðina upp í kaupverðið. Hann var sagður henta
alveg sérlega vel til sportsiglinga og íbjarnarveiða fyrir norðan og vestan.
Í hinu hékk 50 manna rúta á spýtunni og var sögð vera að verðmæti tæpar fjórar millur sem gæti vel nýst undir hljómsveit og kór.
Ég rifjaði upp í huganum þuluna frá því hér í denn um ugluna sem sat á kvisti o.s.frv. og endar eins og börn á öllum aldri vita, á orðunum "og það varst þú."
En líklega beiti ég henni ekki sem valtæki, heldur hinkra aðeins lengur. 


Þetta er ekki rútan sem var í boði, en þessi mynd kemur ósjálfrátt uppí hugann.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 124
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496036
Samtals gestir: 54742
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 19:58:57
clockhere

Tenglar

Eldra efni