01.06.2011 02:52

Á þeim Græna


716. Það var stígið á pallinn á Græna Hattinum á Akureyri síðast liðna helgi og trallað góða kvöldstund. Tónleikarnir voru bæði mikil og góð upplifun og svolítið skrýtin reynsla í leiðinni. Þessi frábæri staður er t.d. mjög vel tækjum búinn og er þá vægt til orða tekið. Ef vilji stæði til, væri hægt að koma alveg tómhentur á staðinn, því þar er hreinlega allt til alls. Ekki bara vandað hljóðkerfi (ásamt eldklárum hljóðmanni), heldur einnig öll hljóðfæri, magnarar, míkrafónar o.s.frv. Ég hafði til afnota forláta Korg rafmagnspíanó ásamt gamla Hammond orgelinu hans Kalla í Flowers ef ég vildi, en kaus reyndar að nota Tyrusinn minn. Ég neita því ekki að ég skotraði annað slagið augunum á Hammondið ásamt Lesleyinu sem stóðu þögul úti í horni undir svartri yfirbreiðslu. Þá má ekki gleyma því að hljómburðurinn þarna með allra besta móti.

Eftir tónleikana lá svo leiðin á Sigló þar sem verður staldrað við í einhverja daga og "pínulítið ættarmót" undirbúið.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 110
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495898
Samtals gestir: 54728
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:47:04
clockhere

Tenglar

Eldra efni