04.06.2011 19:46
Stólar með karakter
719. Þegar Tequilatunnuhúsgögnin sem skreyta Hannes boy komu á sínum tíma,
vöktu þau að vonum verðskuldaða athygli. Reyndar mun gámurinn sem þau komu með,
strax hafa fangað athygli tollvarðanna sem afgreiddu sendinguna, því þegar hann
var opnaður lagði gríðarlega mikinn áfengisilm úr honum.
Það hefur svo komið fram að lengi hafi verið leitað að húsgögnum í Kaffi
Rauðku sem væru jafn sérstæð og tunnuhúsgögn Hannesar Boy. Þau fundust eftir nokkra leit í Thaílandi og munu vera úr endurunnum hestvögnum. Þau skreyta nú sali Rauðku sem verður formlega opnuð í dag.
Enn vantar þó húsgögn með einhverjum sterkum og skemmtilegum karakter í
bláa húsið. Ég er þó ekki frá því að ég hafi dottið niður á skemmtilega lausn á
því máli.
Skrifað af LRÓ.