10.06.2011 13:06

Tónleikar í Salnum


Birgir Ingimarsson trommari á heiðurinn af þessu blómlega plakati.

722. Þroskuðu tónlistarmennirnir og konan sem tróðu upp í Bátahúsinu um páskana og á Græna hattinum nýverið, eru ekki alveg búin að leggja árar í bát. Það hafa borist þó nokkrar fyrirspurnir héðan og þaðan af landinu, um hvort ekki sé inni myndinni að troða upp hér og þar o.s.frv. Við getum auðvitað ekki annað en verið hæstánægð með viðbrögðin og höfum í framhaldinu velt fyrir okkur hvað sé raunhæft og hvað sé vænlegt. Upphaflega var þó hugmyndin að stofna til aðeins einna tónleika í Bátahúsi þar sem fléttað yrði saman nokkrum siglfirskum "slögurum" og uppáhaldslögunum hennar Þuríðar, en málið er sem sagt farið að vinda svolítið upp á sig.

Nú eru fyrirhugaðir tónleikar í Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 22. júni nk., og verður sérstakur gestur þar Jóhann Vilhjálmsson, en hann er sonur Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar stórsöngvara. Þau Þuríður og Villi störfuðu lengi saman, m.a. á Röðli, og nú ætlar Jóhann að syngja með Þuríði þekktan dúett frá tíma föður síns. Það er óhætt að segja að miðasala hafi farið vel af stað, því áður en sólarhringur var liðinn frá því að hún hófst, voru 46 miðar seldir og þó ekkert farið að auglýsa. Nú eru sólarhringarnir orðnir tveir, seldir miðar eru 87 og enn er ekkert farið að auglýsa nema á Facebook. Ekki laust við að menn séu svolítið "ligeglad" yfir þessu öllu saman.

Sölukerfið hjá Salurinn.is er mjög öflugt. Það sýnir m.a. vel hvaða sæti eru seld og hver eru enn laus, og er ein einfaldasta útgáfa á lögmálinu "fyrstur kemur fyrstur fær".

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 483
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495860
Samtals gestir: 54724
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 15:04:08
clockhere

Tenglar

Eldra efni