01.07.2011 01:58

Gálgafoss


726. Þessi vel geymda náttúruperla heitir Gálgafoss og er í Fjarðará (Hólsá) um klukkutíma gang upp af stíflunni sem er inni í dal. Ég hef lengi verið á leiðinni upp að þessum fossi til að skoða hann svolítið og lét loksins verða af því seinni partinn í gær. Neðsti hluti hans sem er í hvarfi, sést ekki fyrr en komið er alveg upp að honum og virðist hann því vera mun lægri tilsýndar en hann er í raun og veru. Á hæðina er hann á við þriggja hæða hús og hinn myndarlegasti í alla staði. Ekki spillti það fyrir að áin er óvenju vatnsmikil um þessar mundir. Efri myndin er tekin af austurbakkanum en sú neðri af hinum vestari.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 291
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496787
Samtals gestir: 54813
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 11:10:06
clockhere

Tenglar

Eldra efni