02.07.2011 15:10

House, Club, Trance og ljós sem skera


727. "Dídjeiarnir" Márus og Hákon gista hjá mér um helgina, en þeir munu þeyta rafrænum skífum sínum á Allanum föstudags og laugardagskvöld. Þeim fylgir talsvert af dóti sem gamlir popphundar eins og sá sem þetta ritar, eru ekki að meðtaka skýringalaust. Þar á meðal eru reykvélar og ljósashow s.s. strobe, blacklight, laser o.s.frv. sem sker loftið hreinlega í sneiðar. Það þurfti auðvitað að tengja, prófa sig áfram og prógrammera fyrir gigg. Þá var dregið fyrir glugga eins og hægt var og stofan notuð sem æfingasvæði. Það var því mikill ljósagangur ásamt tilheyrandi undirtónum sem fyllti vel út í hvern krók og kima í gamla Apótekinu fram eftir föstudeginum.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1312
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 753095
Samtals gestir: 68327
Tölur uppfærðar: 2.9.2025 00:58:22
clockhere

Tenglar

Eldra efni