09.08.2011 21:20

Aftur í Salinn



738. Sumri er greinilega tekið að halla, dagurinn hefur verið að styttast og nóttin lengst að sama skapi og án þess að margur hafi tekið allt of mikið eftir því. Skuggarnir eru byrjaðir að teygja sig yfir höf og lönd, og svo mætti lengi halda áfram. Hér norður á Siglufirði hefur ferðafólki fækkað ört á tjaldstæðinu síðustu dagana, en þar hefur oft verið ansi þéttbýlt í sumar. Það styttist líka í að skólar opni dyr sínar fyrir væntanlegum nemendum á komandi haustönn og um svipað leyti breytist allur taktur í lífsmynstri okkar. Einum kaflanum er að ljúka rétt einu sinni enn, annar að hefjast og vetrardagskráin byrjuð að mótast.
Við (Vanir Menn) ásamt söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur stóðum fyrir tónleikum í Salnum í Kópavogi seint s.l. júnímánuð. Þá fannst okkur við vera mjög bjartsýn að leggja út í þetta ævintýri, en það seldist upp á þá nánast áður en við vorum byrjaðir að auglýsa okkur til óblandinnar ánægju. Það var því ákveðið að endurtaka leikinn, en þar sem starfsmenn Salarins voru u.þ.b. að fara í sumarfrí, var ekki um annað að ræða en að hinkra til haustsins. Dagurinn 29. sept. var geirnegldur í bak og fyrir og síðan héldu allir út í sumarið sælir og glaðir.
 

Það má segja að okkur hafi næstum því brugðið við þegar við sáum að áður áformuð markaðssetning var komin í fullan gang, þótt sú tímasetning hafi auðvitað legið fyrir í allt sumar. Það var engu líkara en bæði klukkan og dagatalið hefðu farið mun hraðar yfir, en hin líðandi stund eins og við upplifðum hana. Og óhætt að segja að hér hafi verið tjaldað til plakati af stærri gerðinni.

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 174
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496670
Samtals gestir: 54802
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:28:03
clockhere

Tenglar

Eldra efni