14.08.2011 13:11

Hestadagar á Siglufirði


741. Hestadögum lauk í dag, en þeir sóðu yfir dagana 12. til 14. ágúst. Síðast vou þeir haldnir hér á Siglufirði árið 2008 og verða næst að öllu óbreyttu aftur hér 2014. Að þeim standa hestamannafélögin Glæsi, Gnýfari og Svaði, og eru þeir því til skiptis á Siglufirði, Ólafsfirði og á Hofsósi. Á annað hundrað hestamenn komu ríðandi yfir Siglufjarðarskarð og rétt innan við hundraðið fór síðan ríðandi inn í Hólsdal vestan megin og út að austanverðu. Þá var efnt til leikja og kepptu menn þar m.a. í Dekkjarallý og Villimannareið. Ég fylgdist með mótinu og tók talsvert af myndum, en svolítið sýnishorn af afrakstrinum má sjá hér að neðan.












Samkvæmt mínum upplýsingum var Alli á Reykjum elsti hestamaðurinn (85 ára) sem kom ríðandi yfir Siglufjarðarskarð á Lýsing (20 ára), en hesturinn er mjög líklega einn af þeim eldri sem kom þá sömu leið.


























































































































En eins og áður er sagt þá er þetta aðeins örlítill hluti myndanna. Eins og gengur heppnast ekki allar myndir eins vel og ítrustu vonir standa til, en ég henti litlu að þessu sinni og lét flest "vaða" inn á möppuna. Sumir geta einfaldlega aldrei verið kyrrir eitt andartak og  myndavélin höndlar ekki alltaf með góðu móti miklar og stöðugar hreyfingar. Gott dæmi um slíkt er Margrét Alfreðsdóttir frá Lambanesreykjum.  En u.þ.b. 400 myndir má finna á slóðinni http://leor.123.is/album/default.aspx?aid=212056 

Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 120
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1119
Gestir í gær: 165
Samtals flettingar: 496616
Samtals gestir: 54797
Tölur uppfærðar: 27.12.2024 04:06:25
clockhere

Tenglar

Eldra efni