21.08.2011 22:32
Róstursamur skilnaður Gunnars og Önnu
743. Mér barst nýverið til
eyrna að
Þar kemur fram að Stefnandi hafi fyrst komið til starfa hjá stefnda í apríl 2008 og þá fengið í laun kr. 1.500 krónur á klukkustund,
en þau laun hafi ekki verið gefin upp til skatts, sem hlýtur að teljast nokkuð sérstakur vitnisburður í dómskjölum.
Um áramótin 2008-2009 hafi verið hafist handa við undirbúning að opnun útibús Laugarásvídeós í Borgarnesi og var
stefnanda falið að sjá um rekstur þess. Og þrátt fyrir að Laugarásvidó
hafi gefið út launamiða fyrir árið 2010 þar sem heildarlaunin voru sögð 1.345.900
krónur, hafi stefnandi einungis verið greiddar 330.000 krónur fyrir störf sín á því ári.
Útibúinu hafi síðan verið lokað hinn 29. mars 2010 án þess að gengið hafi verið frá launum. Þá hafi stefnandi gert sér grein fyrir að hún fengi engar frekari greiðslur úr hendi stefnda. Hafi stefnda þá verið sent innheimtubréf þar sem krafist hafi verið greiðslu launa og uppgjörs. Því bréfi var svarað á þá leið að ekkert yrði gert fyrir stefnanda.
Í dómsorði segir að Laugarásvídeó ehf. skuli greiði stefnanda, Önnu Ólöfu Kristjánsdóttur, 630.917 krónur, ásamt dráttarvöxtum frá 3. maí 2010 til greiðsludags ásamt kr. 350.000 krónur í málskostnað.
Ja hérna hvað sumir halda sig alltaf við sama heygarðshornið, ég segi nú bara ekkert annað en það. Og ef einhver skyldi vilja kynna sér dóminn í heild sinni þá er slóðin þangað:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201006835&Domur=2&type=1&Serial=1