01.09.2011 00:48
BILAÐ
748. Teljarinn sem mælir fjölda heimsókna inn á síður þeirra sem notast við 123.is mun vera bilaður. Mér fannst skrýtið þegar heimsóknum hingað inn fækkaði um helming milli daga, og síðan helmingaðist helmingurinn aftur skömmu síðar. Ég var ekkert að velta þessu fyrir mér fyrr en nokkrum dögum síðar og fór þá að skoða aðrar 123.is síður sem ég þekkti eitthvað til. Þessi breyting er alveg á línuna og til dæmis eru vinsælustu síðurnar hjá þessu fyrirtæki sem alla jafna voru með 500 - 700 heimsóknir á sólarhring, nú aðeins með á bilinu 100 - 200. Ég sendi inn fyrirspurn, en henni hefur ekki verið svarað. Alla vega ekki enn þá, en yfirleitt berast svör frá vefstjóra því sem næst um hæl. Mér reiknast svo til að eins og staðan er núna, sé ekki langt frá lagi að margfalda sýnilega tölu á teljara með 4. Þá var erfitt að koma inn myndum um tíma, blogg birtust ekki fyrr en einhverjum klukkustundum eftir að þau voru vistuð og öll vinnsla varð mun hægari.
En þetta á eflaust sínar skýringar. Nýlega hófust endurbætur á kerfinu og líklega er enn verið að vinna úr einhverjum hnökrum sem svona breytingum fylgja gjarnan.