06.10.2011 15:00

Næst síðasta ferð ársins á Sigló



757. Núna á eftir verður lagt af stað norður í heimahagana í næst síðasta skipti þetta árið og er þá aðeins eftir svokölluð jólaferð. Siglufjarðarfjöllin kvöddu með hvítum kolli í síðasta mánuði og viðbúið er að þau taki á móti mér með svipuðum hausttilbrigðum og litasamsetningu. Á laugardaginn er svo humyndin að leggja land undir dekk og skreppa inn á Dalvík, en þar heldur Lilja yngsta systir Sóleyjar ömmu upp á níræðisafmælið sitt. En þar sem engin nettenging er lengur fyrir hendi nyrðra, er ég þar með kominn í vikulangt bloggfrí.


Lilja frænka mín í síld á Sigló á fimmta tug síðustu aldar.

Í síðustu ferð var staldrað við í Hjaltadalnum og rennt upp á Heljardalsheiði í leit að aðalbláberjum en uppskeran var rýrari en orð fá lýst. Í staðin "veiddust" nokkrar myndir í kísilflöguna og sjá má svolítið sýnishorn hér að neðan.









Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 613
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 495990
Samtals gestir: 54735
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 18:22:34
clockhere

Tenglar

Eldra efni