14.10.2011 11:45
Trúarrit og helgisögur
758. Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum
Siglfirðingnum að nýjasta fréttablað
félagsins okkar er komið út, stærra, meira, innihaldsríkara og skemmtilegra en
nokkru sinni fyrr og er þá ekki nema örgrunnt í árinni tekið. Allt yfirborð boðskapsins
sem þar er að finna, er að upplagi flosmjúkt og innblásið af rómantík liðins
tíma, en undirtónninn í senn súrssætur og rammur rétt eins og sú taug sem aldrei mun slitna. Enda
mun hún auðvitað ekki
Það er fjarri mér að
gagnrýna fortíðarþrána og allar þær góðu minningar sveitunga minna sem í
blaðinu er að finna. Enda er ég hvort eð er fullkomlega vanhæfur til slíks vegna þess hve málið er mér skylt, auk þess sem ég er yfirlýstur fylgismaður þess að hampa heimaslóðunum hvernær sem tækifæri gefst ásamt öllu því sem þeim tengjast.
En það var haft eftir einum af mætari mönnum sem býr nyrðra, að eftir lesturinn hefði honum það ferið fullkomlega ljóst að þarna væri komið það trúar og helgirit Siglfirðinga sem væri vel til þess fallið að vera þeirra leiðarstjarna til framtíðar. Annar er sagður hafa tekið undir þá skoðun og taldi rétt að finna ritinu stað uppi í hillu milli Biblíunnar og sálmabókarinnar.
En hvað sem slíkum vangaveltum
líður og að öllu gríni slepptu, þá verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist
til og við höldum áfram að vera stolt af uppruna okkar.