30.10.2011 07:35

Össur veit auðvitað betur


765. Paul Krugman sem er nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, var einn þeirra sem mættu á ráðstefnuna í Hörpunni sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) og íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í sameiningu. Þar sagði hann að sveigjanleiki krónunnar hefði hj´alpað mikið við að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Hann varaði mjög við upptöku evrunnar og sagði að Ísland myndi standa mun betur að vígi án hennar.



Þessa skemmtilega útfærðu mynd fann ég inni á bloggsíðu núverandi Innanríkisráðherra, en hann setti hana þar inn áður en hann tók sæti núverandi ríkisstjórn sem sótti um inngöngu í Evrópusambandið.

Össur Skarphéðinsson sem er líffræðingur að mennt með fiskeldi sem sérgrein, er ósammála nóbelsverðlaunahafanum og telur sig vita betur þegar hagfræði er annars vegar.



Svo má bæta því við að Martin Wolf er aðalhagfræðingur breska stórblaðsins Financial Times og þykir býsna góður í sínu fagi. Hann segir að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið enda munum við ekki hafa nokkur áhrif þar.

Martin Wolf segir okkur að Evrópuþjóðirnar muni ásælast íslenskar auðlindir hér eftir sem hingað til og við gætum alveg eins gengið beint í Þýskaland.

-

Athyglisvert.


Nafn:

Leó R. Ólason

Staðsetning:

Ýmist í Hafnarfirði eða á Siglufirði
Flettingar í dag: 895
Gestir í dag: 148
Flettingar í gær: 1391
Gestir í gær: 279
Samtals flettingar: 496272
Samtals gestir: 54766
Tölur uppfærðar: 26.12.2024 21:27:26
clockhere

Tenglar

Eldra efni